Monday, September 29, 2008

And the jobhaunt goes on..

Ja hérna.

Mér finnst svo skrýtið að í atvinnuauglýsingunum er annars vegar verið að auglýsa einhver risa störf eins og framkvæmdastjóri eða fjármálastjóri og hins vegar svona "nothing" störf eins og afgreiðsla í búð eða mötuneytisstörf.

Af hverju er ekki eitthvað þarna mitt á milli eins og einhvers konar middle management störf?

WHY?

Anyhows, er fremur sorgmædd yfir því að sjónvarpsstjarnan úr Melrose Place Heather Locklear var tekin undir stýri undir áhrifum lyfja. Mikið ofboðslega hlýtur að vera erfitt að vera frægur. Eða réttara sagt vera frægur og síðan eldast og fá engin hlutverk og vera ekki lengur eins frægur.. ég myndi persónulega vera fegin enda sækist ég ekki eftir því að vera fræg.

Ok, er farin að bulla eitthvað

Ást og kærleikur.

Wednesday, September 24, 2008

Litli sæti Óli minn

Hann Óli minn var nú dáldið svekktur í gær.

Ég kom og náði í hann og Loga vin hans í skólann (Logi kom í heimsókn) og þá kemur aðvífandi fréttakona og myndatökumaður frá mbl.is sem taka svo viðtal við strákana. Um kvöldið þegar við skoðum þetta á mbl.is kemur í ljós að aðeins vinurinn Logi birtist en ekki Óli.

Hvað getur maður sagt við barnið sitt til að hugga það í svona aðstæðum? Ég sagði bara að það væri nú bara óþægilegt að birtast í fréttum því þá væri maður í öllum tölvum. Þessi huggun virkaði nú ekki nema afar takmarkað og drengurinn snökti aðeins lengur..

Litla ást.

Monday, September 22, 2008

Núna fer maður að huxa sinn gang..

Jæja.

Þá er komið að því.. The big V-word.

Já, það er komið að því að huga að vinnu. Þó að mér sé enn ferskt í minni hvað það gekk brösulega síðast þegar ég var í atvinnuleit þá læt ég það ekkert á mig fá og helli mér út í serious jobhaunting í þessari viku. Best að byrja snemma.

Yes suree bob.

P.s. Máni fór í sína aðra klippingu um daginn og þá fékk nú flest hárið að fjúka. Ég er nú bara ennþá að venjast honum með þessa klippingu.. Læt inn myndir af honum innan bráðar..

Friday, September 19, 2008

The power of the media

Mikið ofboðslega fannst mér gott að lesa fyrirsögn á mbl.is áðan. Fyrirsögnin var "Allt á uppleið" og fjallaði um að gengi krónunnar hefði styrkst í dag.

Sálræn áhrif fjölmiðla held ég að séu stórlega vanmetin. Fólk á það til að trúa fjölmiðlum og ef þeir segja að það sé kreppa (ég hata þetta orð) þá á það til að fara í kreppufílingin.

Persónulega kýs ég að sleppa því að lesa neikvæðar fréttir um efnahaginn því mér finnst það hafa slæm áhrif. Að lesa jákvæðar fréttir um efnahaginn er mér hins vegar að skapi. Þess vegna óska ég að fjölmiðlar hætti þessu krepputali og fari frekar að tala um uppgang og ef þeir þurfa endilega að tala um "kreppu" að nota þá frekar orð eins og "tímabundin niðursveifla" eða eitthvað svoleiðis.

Þeir hafa nefnilega allt of mikil áhrif þessir fjölmiðlar..

Thursday, September 18, 2008

Parten my french..

.. en djöfull fer þetta rok í taugarnar á mér! Arg..

Þetta er svo skrýtið. Fyrir svona "viku" síðan var sumar hérna á fróni, svo skreppur maður burtu í nokkra daga og það er bara komið argasta haust og vetur hreinlega og maður þarf að fara huga að úlpu eða frakka og e-u hlýju því það er bara komin óveðurstíð hérna og allur andskotinn þar sem er ekki einu sinni svefnfriður fyrir látum í veðri. Helv..


Aaahh.. fínt að létta aðeins af sér og deila geðvonsku sinni með netheimum. ´
Mér líður smá betur.

Saturday, September 13, 2008

Airwaves 2008

I'm going to Airwaves baby!!!!

Sérstakar þakkir til Önnu Láru fyrir að láta undan þrýstingi og jánkast mér. Mér sem fer á þessa hátíð hot mama style. Sem í mínu tilfelli þýðir að ég get ekki verið úti lengur en til ... hva? 23:00.

Í mesta lagi.

Það er nú manneskja að nærast á manni og þá getur maður að sjálfsögðu ekki verið djammandi eins og ég veit ekki hvað:/ En sé allaveganna nokkur bönd..

Tuesday, September 9, 2008

Jæja..

Er með smá móral yfir að hafa ekki komið með almennilegar myndir úr skírninni en það voru jú teknar margar myndirnar á þessum yndislega sólríka degi.. Ég er með sérstakan móral yfir að það sást aðeins í hálft andlitið á Emilíu Sól Svansdóttur í síðustu myndafærslu þar sem voru tvær myndir úr skírninni svo ég ætla hér með að bæta úr því:














Hérna er ágætis hópmynd sem var tekin beint eftir skírnina. Hér eru samankomin foreldrar mínir, foreldrar Svans míns og börnin okkar:) Þessi mynd var tekin af Benna hennar Beggu en...














Þessi var tekin af Svavari frænda.

Ok, djók. Sumir voru grettnir á þessari mynd, set eina í viðbót

















Ást og kærleikur

Friday, September 5, 2008

Nýgift Siggú og nýskírður Stefán Máni:)

Vala!

Mér tókst að redda myndum úr brúðkaupinu og úr skírninni:) Ég ætla rétt að vona að hún Sigrún Mjöll fyrirgefi mér að birta þessar myndir (hlýtur að vera) en ég næ ekki í hana þar sem hún er í brúðkaupsferð á Ströndum (eða Veiðileysu..) þar sem er sambandslaust og ég vil heldur ekki trufla hana on her honeymoon.. Set flotta mynd so she can't say no/won't mind

Hérna er Siggú nýgift:


























Giftingin var í Garðakirkju og athöfnin var mjög falleg. Jóna Hrönn Bolladóttir gifti Siggú og Hjörvar og hún skírði líka strákinn minn daginn eftir:



























P.s. I don't like my hair in this picture (oj!!) and my ta(tt)oo don't match my alfit:/ Blimey. The sunshine (partly) explains our grin in this picture..

Wednesday, September 3, 2008

England 2008

Right! Thought it be fun to do a pictureblog from our trip to England last month and why not do it in the english language?

Aaahh, the great and mighty 6 day trip to England.. aayyee. Where to start?

Let's start at the beginning shall we? We woke up in the middle of night on the 19th of August (o4:00 am) and managed to get ourselves to the airport on time. There we met up with our fellow travellers; ma+pa, me brothers and aunt Binna and causin Jón Þór. All was well until about 6 hours after we landed on London Stansted airport. Then me and my family (Óli, Máni and Svanur) were in our rental car from Budget when our GPS thingie started aping at us sending us round and round in circles in the middle of an english forest leeding us, through extremely narrow countryroads surrounded by woodland, to the middle of nowhere and we were totally lost.

Soon it got ridiculously pitch dark. Quite scary actually. In the town of Totnes (in Devon, south-west England) we finally decided to buy a map which eventually got us to our destination: The Fingals hotel in Dittisham (a fine country resort). Aahh, how glad we were when we finally met up with the others:)

Unfortunatly Máni (3 months old) didn't sleep much the following night so it was a very tired miss Olafsdottir who "woke up" realising the pre-wedding party was in about three hours ... in another town nearby (Dartmouth). These three hours turned out to be extremely stressful since I had managed to "loose" (for a moment) our carkeys in my new but very enourmously big handbag. I was in bits thinking I had managed to mess this up for my whole party of ten seeing how we would be late because of me..

I was so glad to meet my nephew Fionn (the brother of the groom) who told me that the ferry does in fact go every five minutes (but not once a day or something as we thought..)

Anyhows, me done talking, here are some pictures!















This is the house where the pre wedding party was held. Quite adventurous! Cracy beautiful surroundings indeed.




















The bride and groom; my nephew Steppé and his (now) wife Kerensa:)




















A ceremony was held inside this magical house where Steppé and Kerensa said their vowes. Ahhh.. (I didn't actually hear them but ahhh all the same)




















:)





















The bride next to Máni

We spent three wonderful days in Dittisham (Devon) in the lovely country hotel Fingals. We explored the surrounding areas such as Torquay (I think I'm spelling it right..) Then we headed up to London. On the way we saw these crazy stones:















(yes I know:) They're called Stonehenge..

In London we stayed at The Abbey Court hotel in Notting Hill. All ok. I managed to meet my friend Mæja who works (and lives) in London. So nice to see her. (Suddenly switching over to icelandic now, don't ask..) Hún er nú algert yndi stelpan og hörkugella. Hún sér um hvorki meira né minna en 6 útibú tískubúðarinnar Arrogent Cat í London og er að fara til Hong Kong til að opna útibú þar. Við hittumst í búðinni á Kensington Church Street. Man.. You go girl!! Þarna er einstaklega flott stelpa á ferð..

Anyways, fórum svo í wedding partyið í Notting Hill eftir að hafa hitt Mæju. Þá höfðu Steppé frændi og Kerensa gift sig hjá sýslumanni eða svoleiðis og komu svo í partyið:




















Þarna var mikið stuð og húllum hæ. Allra þjóða kvikindi skemmtu sér vel saman:) Hérna er svo enn ein myndin af brúðhjónunum:















Og hérna er nýskírði strákurinn Stefán Máni með pabba (úps, sést bara í hálft andlitið á pabba en þetta er bara of góð mynd af Mána til að sleppa henni)





















Og hérna er svo hinn guttinn minn:)






Monday, September 1, 2008

Back to normal life..

Phaaaa...

Brúðkaup Siggúar og skírn Mána búin and it's back to normal life.

Aaayyyee, eins og írska konan sagði sem ég var að tala við í brúðkaupinu hjá "Steppé" frænda (sem heitir Stefán Magnússon).

Brúðkaupið hennar Sigrúnar heppnaðist mjög vel að mér fannst. Athöfnin í Garðakirkju var crazy beautiful og ég komst smá við bara.. Svo voru fín atriði í veislunni og við náðum að sýna gæsunarmyndbandið sem gerði mikla lukku held ég.. Við slepptum reyndar að sýna myndbandið með viðtölunum við vini og fjölskyldu en hún fær það að gjöf í staðinn..

Skírnin?

Ahh, what a glorious day:) Það eru nú ekki margir sem hafa haft tækifæri til að skíra utandyra í hinni guðs grænni en það er einmitt sem okkur tókst þar sem dagurinn í gær var einstaklega fallegur og sólríkur.

Takk elsku mamma og pabbi fyrir að fá að halda athöfnina hjá ykkur og veisluna. Ég þríf húsið í staðinn mamma! Það var líka flott að geta skírt á handverkinu hans Svans en hann var búinn að vinna í garðinum; helluleggja og því um líkt.

Hvað heitir snáðinn?

Stefán Máni Svansson

Nafnið hefur stóra merkingu fyrir mig þar sem afi minn heitinn sem ég aldrei sá hét Stefán. Báðir bræður mömmu hafa skírt strákana sína Stefán og systir ömmu skírði dóttur sína Stefaníu í höfuðið á honum. Nafnið er því ekki "heimilislaust" lengur, því fer fjarri. Mamma Svans sagði mér í gær að Stefáns nafnið sé líka í fjölskyldunni þeirra sem er auðvitað snilld. Sá Stefán dó reyndar líka af slysförum eins og afi minn heitinn..

Stefán Máni sefur núna í þeirri vöggu sem Stefán afi kom með til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um 50 árum og svo búum við líka í sömu götu og Stefán afi og amma Svava byggðu heimili sitt við (L - laga hús neðar í götunni) ásamt Binnu frænku og Jón Þór frænda.

Ég er afar sátt við nafnið en.. það er algjörlega bannað að gera grín að skammstöfuninni!

P.s. mömmu og pabba er alltaf velkomið að kommenta á bloggið mitt:)