Monday, September 1, 2008

Back to normal life..

Phaaaa...

Brúðkaup Siggúar og skírn Mána búin and it's back to normal life.

Aaayyyee, eins og írska konan sagði sem ég var að tala við í brúðkaupinu hjá "Steppé" frænda (sem heitir Stefán Magnússon).

Brúðkaupið hennar Sigrúnar heppnaðist mjög vel að mér fannst. Athöfnin í Garðakirkju var crazy beautiful og ég komst smá við bara.. Svo voru fín atriði í veislunni og við náðum að sýna gæsunarmyndbandið sem gerði mikla lukku held ég.. Við slepptum reyndar að sýna myndbandið með viðtölunum við vini og fjölskyldu en hún fær það að gjöf í staðinn..

Skírnin?

Ahh, what a glorious day:) Það eru nú ekki margir sem hafa haft tækifæri til að skíra utandyra í hinni guðs grænni en það er einmitt sem okkur tókst þar sem dagurinn í gær var einstaklega fallegur og sólríkur.

Takk elsku mamma og pabbi fyrir að fá að halda athöfnina hjá ykkur og veisluna. Ég þríf húsið í staðinn mamma! Það var líka flott að geta skírt á handverkinu hans Svans en hann var búinn að vinna í garðinum; helluleggja og því um líkt.

Hvað heitir snáðinn?

Stefán Máni Svansson

Nafnið hefur stóra merkingu fyrir mig þar sem afi minn heitinn sem ég aldrei sá hét Stefán. Báðir bræður mömmu hafa skírt strákana sína Stefán og systir ömmu skírði dóttur sína Stefaníu í höfuðið á honum. Nafnið er því ekki "heimilislaust" lengur, því fer fjarri. Mamma Svans sagði mér í gær að Stefáns nafnið sé líka í fjölskyldunni þeirra sem er auðvitað snilld. Sá Stefán dó reyndar líka af slysförum eins og afi minn heitinn..

Stefán Máni sefur núna í þeirri vöggu sem Stefán afi kom með til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um 50 árum og svo búum við líka í sömu götu og Stefán afi og amma Svava byggðu heimili sitt við (L - laga hús neðar í götunni) ásamt Binnu frænku og Jón Þór frænda.

Ég er afar sátt við nafnið en.. það er algjörlega bannað að gera grín að skammstöfuninni!

P.s. mömmu og pabba er alltaf velkomið að kommenta á bloggið mitt:)





4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með skírnina og nýgiftu vinkonuna. Ætlarðu ekki alveg örugglega að setja inn eins og eina mynd af Frú Siggú á stóra deginum og nýskírða drengnum?

Maður hefur alltaf svo gaman af myndum jú sí :)

Vala

Ásdís B said...

Til hamingju með nafnið :)

Svava said...

Blessuð!! Heyrðu sko. Ég er svo á leiðinni að fara setja myndir inn skiluru. Hafði reyndar í hyggju að setja fyrst inn myndir frá brúðkaupinu í Englandi og líka Stefáni Mána nýskírðum en aulinn ég gleymdi myndavélinni heima á brúðkaupsdeginum hennar Siggúar:/ En fyrst þú spurðir og þar ég kann einstaklega vel við þig þá hef ég í hyggju að redda myndum af brúðkaupsdeginum og setja hér inn (ALLIR nema ég voru með myndavél). Sem sagt: myndir á leiðinni!

Svava said...

takk Ásdís mín:)