Mikið ofboðslega fannst mér gott að lesa fyrirsögn á mbl.is áðan. Fyrirsögnin var "Allt á uppleið" og fjallaði um að gengi krónunnar hefði styrkst í dag.
Sálræn áhrif fjölmiðla held ég að séu stórlega vanmetin. Fólk á það til að trúa fjölmiðlum og ef þeir segja að það sé kreppa (ég hata þetta orð) þá á það til að fara í kreppufílingin.
Persónulega kýs ég að sleppa því að lesa neikvæðar fréttir um efnahaginn því mér finnst það hafa slæm áhrif. Að lesa jákvæðar fréttir um efnahaginn er mér hins vegar að skapi. Þess vegna óska ég að fjölmiðlar hætti þessu krepputali og fari frekar að tala um uppgang og ef þeir þurfa endilega að tala um "kreppu" að nota þá frekar orð eins og "tímabundin niðursveifla" eða eitthvað svoleiðis.
Þeir hafa nefnilega allt of mikil áhrif þessir fjölmiðlar..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment