Hann Óli minn var nú dáldið svekktur í gær.
Ég kom og náði í hann og Loga vin hans í skólann (Logi kom í heimsókn) og þá kemur aðvífandi fréttakona og myndatökumaður frá mbl.is sem taka svo viðtal við strákana. Um kvöldið þegar við skoðum þetta á mbl.is kemur í ljós að aðeins vinurinn Logi birtist en ekki Óli.
Hvað getur maður sagt við barnið sitt til að hugga það í svona aðstæðum? Ég sagði bara að það væri nú bara óþægilegt að birtast í fréttum því þá væri maður í öllum tölvum. Þessi huggun virkaði nú ekki nema afar takmarkað og drengurinn snökti aðeins lengur..
Litla ást.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment