Friday, October 17, 2008

Airwaves

Er ekki alveg að fíla mig eins og skyldi á Airwaves hátíðinni í ár. Enda eru aðstæður mínar öðruvísi núna heldur en síðast þegar ég fór.

Sakna líka bandanna sem ég sá síðast þegar ég fór á Airwaves. Þetta voru bönd eins og Mínus, Brain Police, Dimma og Sign. Við Anna fórum í gær og sáum Esjuna spila á Organ. Þeir voru nú ágætir en ég þekkti ekkert af lögunum og fannst þetta allt svona svipað eitthvað hjá þeim. Gaman að sjá kappana engu að síður.. Fórum síðan að sjá/heyra í Ghostdigital og það var nú bara svona lala, alltaf sama ruglið í gangi þar finnst mér. Bara svona einkaflipp eitthvað. Sáum svo eitthvað spænskt band á Nasa sem var nú bara svona la la líka.

Það er kannski að maður nái að sjá eitthvað djúsí annað kvöld. Aldrei að vita..

No comments: