Wednesday, October 8, 2008

My darling Begga


Ég fór í einstaklega yndislegt kaffiboð á sunnudaginn var. Elsku Begga bauð okkur stelpunum upp á dýrindis veitingar í tilefni af þrítugs afmælinu:)

Btw, ég elska þegar maður fer í boð og það er eitthvað hollt á boðstólnum. Við erum svo heppnar að Berglind vinkona er með æði fyrir hráfæði og hollustu (enda í næringarfræði) og var búin að gera dýrindis hráfæðisköku sem var góð, flottan heitan rétt og mjög svo snyrtilegar muffins sem voru sumar með svona hollustudúbbi á.

Það sem ég elskaði mest við þetta allt saman er hvað þetta kaffiboð var lekkert og snyrtilegt. Og kósý. Elsku Begga var búin að klæða sig upp í tilefni dagsins og var eins og svona sixties húsfreyja með uppgert hár og alles.

Begga, þú ert æðisleg og ég elska þig.

Like a friend skiluru.

No comments: