Tuesday, October 14, 2008

Passaðu brjóstin á þér!

Ég er svo heppin að hafa fylgdarmann. Þessi fylgdarmaður er átta ára gamall og á heima í blokkinni og er svo góður að vera samferða Óla mínum í skólann á morgnana sem kemur sér afar vel fyrir okkur.

Í morgun þegar hann kom að ná í Óla vorum við hálfsein, við Óli höfðum gleymt okkur í kúri og ég var nú bara í íþróttatopp, þröngum sem nær niður fyrir maga. Vininum var eitthvað umhugað um að það kæmi kalt á brjóstin mín og kvaddi mig með þessum skemmtilegu orðum:

"Passaðu brjóstin á þér!"

Pha, þessir snúllar:)

No comments: