
Halló!
Það er grein eftir mig í blaðinu í gær (sunnudaginn 5. október). Ég hef nú reyndar ekki séð actual greinina í actual blaðinu en ég sá á netinu að hún birtist í gær:)
Ég reyndar vona að það sé allt í lagi með hana af því að þegar ég sendi hana þá þurfti ég að klippa af henni alveg fullt og það var dáldið mikið vesen og kannski gert í smá fljótfærni..
En allaveganna, með greininni er photosjoppuð mynd af mér! Phaa!! Fór á passamyndir á Hlemmtorgi og þar bauð karlinn upp á "re-touch" og baugarnir undir augunum og hrukkurnar og bólurnar og vörturnar (djók) var allt tekið burt.. Eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Ok, nú má einhver sem á moggann frá því í gær tékka á gæðum greinarinnar og kommenta svo hérna að ég sé frábær.
kiss,
me
(skrifað síðar) Whatever. Það þarf enginn að kommenta....
2 comments:
Hey babe, systkini mín og mágfólk las greinina þína og sagði að hún meikaði flott sens... Þá vissi ég ekki að hún var komin út. En flott mynd :-) og flott framtak. Þú ert náttúrulega snillingur (eins og ég hef alltaf sagt) Til hamingju, love Siggú
Takk elskan. Mér líður hálf asnalega af því að ég hef ekki séð hana eða lesið á prenti og það var stress að senda hana af því ég varð alltaf að klípa meira og meira af upprunalegu greininni til að geta sent.. en takk elskan fyrir þetta. Þú ert líka snillingur:)
Post a Comment