Ok,
var að pæla í því þennan dag að ég er búin að vera sækja börnin mín á leikskóla í rúmlega 12 ár núna samfellt.
Ég hlakka svo til þegar ég verð eitt af þessu fólki sem er ekki bundin eins og rjúpa við staur (?) við það að þurfa að fara rúmlega 16:00 til að sækja á leikskólann og vera svo föst heima það sem eftir lifir dags. Ég meina þetta er búin að vera rútínan mín í rúmlega 12 ár núna! 12 ÁR!!
Gerði því einfalt reikningsdæmi og reikna það út að ég á 3 ár eftir þar sem GH er 2ja ára og eftir þrjú ár verður hún 5 ára og þá hlítur bara að koma að frelsinu.
Urg. Ég þarf náttúrulega að sækja hana á frístundaheimilið þegar hún byrjar í skóla.
Herra Gud. Á ég þá a.m.k. 4 ár eftir..?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment