Sunday, June 28, 2015

28/6 2015

Er svo mikill lúði.

Er að reyna að vera á Twitter en bara kann það ekki almennilega. Er að átta mig á þessum miðli en er ekki alveg að átta mig á honum. Þyrfti eiginlega að fá kennslu. Kannski ég biðji Tryggva bróður að kenna mér á þetta og vona að hann rúlli ekki augunum og dæsi of mikið..

Á þessu twitter feedi eða hvað sem það nú er finnst mér ég svo oft sjá eins og fólk sé að svara öðru fólki en maður sér bara svarið þeirra og veit þess vegna ekki alveg hvað um ræðir. Svo er ég ringluð á þessum .... æ, ætla nú ekki að fara ausa úr skálum óvisku minnar..

Allavegana, svo datt mér eitt sniðugt og fyndið í hug í dag og setti það bæði á Facebook og Twitter sem er asnalegt. Ég er bara með 8 followers og það fólk er ég líka með á FB. Æ, lúði...

En ekki misskilja mig. Ég elska lúðann mig.

Ég er frábær lúði, lúði.

No comments: