Saturday, June 27, 2015

26/6 2015

Rosa dagur.

Mikil dramatík í gangi fyrir hádegi sem ég ætla ekki að útlista hér. Ég var rosa þreytt þennan dag og fann aftur til í fætinum/stóru tánni/ristinni.

En svo var óvissuferð með vinnunni sem var æði:) Ég fékk mér appelsín til að byrja með og náði smám saman að líða betur og hrissta þreytuna af mér þ.e.a.s. þegar ég var líka búin að fá mér kók. Við fórum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Fórum með leiðsögn á Veiðisafnið (man ekki hvað það heitir nákvæmlega, eitthvað svoleiðis..) Fórum svo á bjórkynningu í Rauða húsinu held ég að það heiti hjá þeim sem framleiða bjórana Skjálfta, Lava o. fl. Eftir það fórum við að borða á veitingastaðnum Fjöruborðið. Fengum humar í aðalrétt og ég var í himnaríki (!) Veit ekki hvað ég fékk mér marga en MMMmmmm mmmmm hvað þetta var gott:)


Allavegana, gleðin var við völd og við sungum og trölluðum alla leiðina heim í rútunni. Þarna var ég búin að fá mér í ofanálag tvær 7-up dósir og var í blússandi sykurflippi. Réð varla við sjálfa mig og söng og dansaði sitjandi. Svona virkar gos vel þegar maður drekkur það ekki að staðaldri:)

Mikið gaman, mikið fjör:)

Er mjög þakklát fyrir samstarfsfélaga mína, er svo þakklát fyrir að líða vel með þeim og að geta verið ég sjálf. Ég veit að það er ekki sjálfgefið að falla inn í hvaða hóp sem er en þarna fell ég vel inn í. Verð hérna eitthvað áfram.

No comments: