Tuesday, June 30, 2015

30/6 2015

Vinni vinni vinni vinn.

Er ennþá í vinnustuði. Langar ekkert sérstaklega í frí.

Náði að misskilja sjálfa mig, ljóskan sem ég get verið. Sá miða í leikskólanum í gær þar sem foreldrar eru minntir á sumarlokunina sem einmitt byrjar 8. júlí.

Ég botna ekkert í þessu. Ég var búin að ákveða og hausinn á mér líka að sumarlokunin byrjaði mánudaginn 6. júlí.

Hef nákvæmlega ekkert að gera við þessa tvo auka frídaga og þarf nefnilega ofboðslega mikið að spara frídagana. Núna er þá bara að væla í yfirmanninum. Já, eða konunni sem hún er.

Það er bót í máli að það er satt sem þeir segja: "blondes do have more fun." Eða hvað veit ég um það og hvernig er hægt að mæla það eiginlega?

Hættu að bulla Svava. Það er kominn matartíminn og þú ert með þrjú börn frammi.

Ok, bæ:)

No comments: