Thursday, October 23, 2008

The big 30


Jæja,

þá eru allar stelpurnar í vinahópnum búnar að eiga afmæli og eru orðnar þrítugar, nema ég...

This is my scary age. Veit ekki alveg af hverju mér þykir svona mikið mál að verða þrítug. Kannski af því að þá er maður ekki tuttugu og eitthvað lengur heldur.. á FERTUGSALDRI.

GAAaaaarrrggg! Nooooo! OMG.

Allaveganna. Ég er ennþá tuttugu og eitthvað þangað til síðar á árinu svo það er engin ástæða til að panika alveg strax.

Elsku Siggú átti afmæli á laugardaginn og hélt einstaklega vel heppnaða afmælisveislu. Við fórum 12 saman út að borða á Tapas barinn niðrí bæ og þetta var einstaklega ljúft og skemmtilegt kvöld. Langt síðan ég hef sprungið úr hlátri:) Við pöntuðum okkur einhverja ævintýraferð á matseðlinum sem var einmitt mjög ævintýraleg. Þetta var fínasti matur og fínasti félagsskapur. Happy birtday darling:)

Ég fór í flotta dressinu sem ég keypti hjá Mæju í London í Arrogant Cat. Það fór nú reyndar ekki betur en svo að blessað dressið rifnaði smá akkúrat hjá geirvörtunni þegar ég var að brussast í hann (rosa flókið dress sko) en ég fór bara í brjóstahaldara innan undir (strapless) svo það reddaðist.. (af hverju ég er að deila þessu með netheimum veit ég ekki). Við Anna mín skelltum okkur svo á Airwaves og kíktum á nokkra tónleika. Við sáum Dikta á Nýlistasafninu (very nice), Steed Lord á Tunglinu (sáum og ekki sáum, dáldið stappað þarna) og Sprengjuhöllina í Iðnó (sem var dáldið fyndið þvi það voru frekar fáir þarna en ég og Anna vorum í tuddastuði meðan flestir stóðu bara. Munurinn á mér og Önnu var sá að hún kunni textana og gat sungið með en ég kunni þá ekki þó viljinn hafi sannarlega verið fyrir hendi af því ég fíla þetta band mjög vel. Það er eitthvað svo góður fílingur í þeim.. þó ég kunni ekki alveg lögin.

En Anna mín ætlar að leyfa mér að skrifa diskinn svo það rætist kannski úr því..

P.s. ég er dáldið skrýtin núna.. Ég fór með Mána í 5 mánaða skoðun áðan og algerlega fyrirvaralaust dró gellann upp helvítis nálina (ég er með sprautufóbíu dauðans) og sprautaði Mána og mér varð rosa óglatt en fékk svo frískt loft og kom hingað til ma+pa og bara pikka og pikka á tölvuna... en ætla að hætta núna og aðeins að jafna mig.

;)

2 comments:

Tinnsi said...

Blessuð vertu, þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að verða þrítug Svava. Það er bara bliss. Síðan erum við svo heppnar að lifa á 21. öldinni þar sem "Thirties is the new twenties".

Svava said...

Takk Tinna, mér líður aðeins betur með þetta:) ég held að það sé mikið til í þessu. Thirties IS the new twenties!