Thursday, October 23, 2008

Um baðaðstöður

Sko.

Ég keypti mér kort í Hreyfingu í gær. Ekkert nema gott um það að segja. Mér finnst aðstaðan þarna æðisleg. Öll tæki virðast vera tipp topp og þetta lúkkar allt voða flott.

Það sem mér finnst flottast af öllu þarna er baðaðstaðan. Þetta er glimrandi flott baðaðstaða og er svipað eins og í Bláa lóninu, enda er þetta eitthvað tengt. Sturturnar eru rosa flottar, það er skilrúm á milli sturtna þannig að maður þarf ekki að vera í einhvers konar hópsturtu með fullt af konum. Pottarnir úti eru ÆÐI (náði að slappa alveg af, veit ekkert hvað ég var lengi þarna) og gufurnar eru líka ÆÐI. Ó, já. Svo er rosa flott aðstaða til að hafa sig til. Mörg snyrtiborð og alveg nóg af þeim, hvert með sér hárþurrku, bómullarhnoðrum og eyrnapinnum. Me loves it.

Svo fór ég að hugsa (einhvern tímann í nótt) hvað mér finnst ótrúlega plebbalegt að í World Class/Laugum eru tveir kvennaklefar og tveir karlaklefar. Annar klefinn er fyrir almenning og er plebbalegur en hinn er eins og fyrir þá sem virðast vera almenningi æðri (eða hefur allaveganna efni á flottri baðaðstöðu) og er lúxusklefi.

Mér finnst þetta glatað!!

Af hverju ekki að hafa þetta eins og í (nýju) Hreyfingu þar sem ALLIR fá að vera í lúxusklefanum?

?????

I mean we are all people here.

Right?

2 comments:

Anonymous said...

Velkomin í Hreyfingu Svava!
Búin að vera þarna síðan í vor og fíla mig í tætlur. Allt svo fínt og flott, almennilegt og „vill allt fyrir þig gera“ starfsfólk og ekki stappað af fólki alltaf. Algjörlega ólíkt Laugum þar sem mér finnst ömurleg orka, allt cramped af liði og starfsfólkið fúlt!

Aldrei að vita nema maður rekist á þig einhverntímann á brettinu :)

Vala

Svava said...

My sentiments exactly dear woman! Það er vonandi að við hittumst:)