Tuesday, September 24, 2013

börn

1,2,3,4,5,6. 1,2,3,4. 0-1.

Þó að ég geti verið á tímum smá svona skipulögð þá falla mínar barneignir ekki undir það form. Þegar eitt barn hættir á leikskóla þá byrja ég með næsta. Þau eru aldrei saman á leikskóla heldur klárar fyrsta barnið sína leikskólagöngu og síðan byrjar hið næsta og svo koll af kolli.

Þau eru jú á sama leikskólanum en .... úff, sækja og skutla. Þetta eru allavegana 12 ár í að sækja og skutla (ég geri reyndar oftast bara annað hvort), 12 vorhátíðir, 12 sveitarferðir, 12 litlu jól.........

Er reyndar alveg komin með nóg af þessum barnapakka ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum búin að fara í fjöruferð. Búin að fara í göngutúra með börnin. Búin að fara með þau í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Búin að fara með þau í bíó. Búin að fara með þau í sirkus. Búin að fara með þau í bæjarferð á menningarnótt og 17. júní. Búin að fara með þau í sumarbústaðaferð. Búin að fara með þau út á land og á Þingvelli. Og allt þetta oft og aftur og aftur.

Væri bara alveg til í að fara upp í flugvél eitthvað burt og fá frí frá þessu öllu saman. Það er bara þannig.

2 comments:

Tinnsi said...

Skil þig.

Svava said...

þykir vænt um skilninginn elsku Tinna. Þetta er dáldill pakki að byrja á þessu barnastússi frá grunni þrisvar í röð...;)