Tuesday, September 17, 2013

fæðingarorlof

þó að ég sé orðin smá leið og þónokkuð einræn og asnaleg af því að vera svona mikið ein í fæðingarorlofinu þá eru nú þónokkrir mjög jákvæðir punktar við það:

1) ég get sofið á morgnana. Mér finnst öllu heila málinu skipta að geta sofið til 09 þegar litla krúttsprengjan hefur haldið fyrir okkur vöku á nóttinni. Það alveg bjargar deginum.

2) núna er ég komin með rútínu þannig að á hverjum degi í hádeginu á meðan GH sefur er ég að gera eitthvað ákveðið. Fer tvisvar í viku í World Class í annað hvort pallatíma eða hot yoga (gerði það í gær, það var æði:)), fer tvisvar í viku að labba með tveimur vinnnufélögum og svo þríf ég heima hjá ma & pa einu sinni í viku. Það er reyndar bara að byrja núna í þessari viku svona eiginlega..

jæja, þetta eru allavegana tveir mjög góðir punktar.

P.s. kæfan lenti mestmegnis á gólfinu í dag...

No comments: