Mér rigndi næstum niður í dag. Það var suddalegt.
Fór loksins að hitta vinnufélagana í dag, réttara sagt tvær þeirra og við tókum upp gamlan sið sem er að fara í göngutúr í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum. Við völdum aldeilis daginn til að byrja því okkur rigndi næstum niður í þessum göngutúr.
Þær voru að sjálfsögðu vel græjaðar, í vind- og regnjökkum en óskynsama ég var í svarta Moss rykjakkanum sem hentar ekki vel til að vera í svona mikilli rigningu. Misreiknaði mig aðeins.
Þetta var algert djók og svo fórum við á vinnustaðinn til að fá okkur hádegismat sem er partur af siðnum. Verð að segja að ég hef oft verið glæstari en þegar ég mætti þannig að það var hægt að vinda mig með maskarann lekandi í allar áttir og inn í augun líka.
Mér til happs voru ekki margir við í vinnunni en ég er annars glöð með að við skulum aftur vera farnar að ganga. Hef mikið gott af því að vera meira innan um fólk, er ekki svo mikið um það í orlofinu (sem senn er á enda.)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment