Monday, September 30, 2013

Á túr.

Í dag er ég í svörtu. Í dag er ég á túr.

Eftir þrjár barnseignir og ófrjósemisaðgerð linnir ekki látum. Verkirnir koma sterkari, skapsveiflurnar eru alveg jafn þungar ef ekki þyngri og alltaf er þetta jafn óþolandi ástand. Í gær kom sekúnda þar sem ég gat alveg hugsað mér að slátra bara einhverju.

Hef oft hugsað að leikstjórar (þá íslenskir) gætu notað mig þegar svona ber undir í senur þar sem einhver brjálaða bínan í aukahlutverki þarf að vera einsaklega skapstirð og beinskeytt og þarf að geta myrt karlmenn með augnaráðinu einu saman. Þetta gæti verið ég þegar svo ber undir!

Auðvitað bitnar þetta allt á karlinum. Í fyrrakvöld var ég rosa blíð og nuddaði á hann kókosolíu. Í gær þurfti hann að forða sér út. Með börnin.

Mikið ofboðslega hlakka ég til þegar þetta ástand er búið. Alveg.

No comments: