Undarfarinn sólarhringur hefur verið einstakur.
Ég fór á svona "event" í Hörpu sem hét Yoga sound escape. Þetta var á 2. hæðinni í horninu þar sem glerlistaverkið hans Ólafs Elíassonar nýtur sín vel sem og annars staðar í byggingunni.
Fyrir mér var þetta mögnuð upplifun.
Þetta var ókeypis opinn yogatími þar sem kennari frá New York leiddi tímann. Þetta var yoga, smá dans og hugleiðsla við tónlist frá lifandi bandi. Alveg magnað. Ragga Gísla var söngkonan í bandinu og svo voru auðvitað aðrir í bandinu. Það var heiðskírt úti og sólin blandaðist svo vel inn í þetta dæmi og gestakennarinn var svo flottur og ég fékk svo mikinn innblástur frá henni (hún heitir Aarona Pichinson.) Ég átti magnaða upplifun því auðvitað var ég að telja í mig kjarkinn fyrir aðgerðina.
Það breytti reyndar ekki því að ég svaf ekki dúr um nóttina og var mikið á dollunni. Prísaði mínum sæla fyrir að eiga ekki heima í hinum stigaganginum þar sem ekki mátti sturta neitt niður um nóttina og fólk varð að notast við útikamar þar sem Proline var að blása nýju lífi í rörin (þeir eru reyndar líka að því í nótt - eitthvað meiriháttar klóakvesen þar.. en ekki hér. Phew!)
Allavegana, ég lifi þetta einhvern veginn af og þakka mikið Maríu símamær á þessari kvennadeild 21A fyrir öll símtölin sem ég hef hringt í vikunni, vælandi um nálar og kvíða og hvaðeina. Þessi elska róaði mig niður í öll skiptin og kom svo og kynnti sig fyrir mér. Ji, hvað ég elska svona konur! (Svona konur sem segja manni að það verði allt í lagi og maður trúir þeim af því að þær hafa rétt fyrir sér.)
Mér þótti alveg ótrúlega vænt um hvað allir voru elskulegir við svona kvíðasjúkling eins og mig hvað varðar svona mál. Veit að það er ekki sjálfgefið. Símadaman á sjúkraþjálfaradeildinni mætti nú alveg taka hana Maríu mína til fyrirmyndar;)
For real...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment