Tuesday, September 3, 2013

Digital detox

Held að besta vikan á árinu hingað til hafi verið þegar ég fór út í Flatey. Þá fór ég í "digital detox" í viku og horfði ekki á sjónvarp, fór ekki í tölvu, ekkert á netið (var ekki komin með nýja símann) og vissi basically ekki hvað var að frétta í umheiminum.

Eins og ég segi. Besta vikan hingað til á árinu.

Mér finnst ofbeldi og nauðganir vera svo algengt í sjónvarpinu og á netinu. Er ekki alveg að meika þetta. Fór að skæla í fyrrakvöld þegar ég var að horfa á þátt á RÚV sem ég held að heiti hálfbróðurinn og er norskur þáttur. Þar var stelpu nauðgað og ég bara var ekki að meika að horfa á þetta. Í gærkvöldi var ég að horfa með öðru auganu á seinni helming þátts með Piers Brosnan og þá einmitt var konu nauðgað og ekki nóg með það, stelpan hennar var tekinn á meðan og henni drekkt í vatninu. Ég meika þetta ekki.

Það fyrsta sem ég sé á internetinu í morgun (já, á facebook) er ungabarn sem hefur verið beitt ofbeldi. Marblettir út um allt á því. Er ekki að meika þetta.

Það að gerast bara hippi og flytja út í sveit hljómar mjög heillandi núna. Ég gæti ræktað mitt eigið grænmeti.

ást og friður.

No comments: