Wednesday, November 18, 2015

14/11 2015

þetta var erfiður dagur, Stefánslega séð.

Almættið gaf fallegan og bjartan dag. Dásamleg birta. Tilvalinn dagur til að taka jólakortamyndina.  Var meira að segja búin að tala fyrirfram við pabba hans Óla um að fá hann lánaðan að þessu tilefni. Við förum niðrað Skarfaklett, held ég að það heiti, þar sem ferjan fer yfir til Viðey.

Allir krakkarnir hressir og til í þetta, ekki að spyrja að Óla og Emilíu, alltaf til, en hann Stefán Máni........ hann vildi bara ekkert fara út úr húsi og sérstaklega ekki í einhverja myndatöku. Oh, hann getur verið svo erfiður. Bara virkilega erfitt barn á tímum.

Hann fleygði sér í jörðina og fékkst ekki til að gera eitt eða neitt og var bara með stæla.

Þar sem ég er kjarnakona sem fæ yfirleitt það sem ég vil þá náði ég þessu;

þarna eru þau öll fín nema Stefán er eitthvað asnalegur. 

P.s. hvernig foreldrar mínir lifðu mig af sem ungling skil ég engan veginn. Fyrirgefið, mamma og pabbi. Ég var margfalt fífl. Það er ekki fyrr en núna þegar börnin manns láta svona sem ég skil til fulls hversu erfitt það er að vera með erfitt barn.

No comments: