Saturday, November 21, 2015

17/11 2015

Jæja.

Næsti diskur í röðinni var diskur með Smashing Pumpkins. Þá var nú gaman hjá kellu í bílnum. Það voru sérstaklega tvö lög sem mér finnst mjög góð og setti á fb í tilefni af því. Pössuðu einhvernveginn alveg við skapið sem ég var í og bara Mmmmm.. góð lög.

Var svo reyndar með diskinn í bílnum alveg í rúma viku og var búin að skrifa hjá mér hvaða lög mig langaði til að setja á ipodinn en... svo ákvað ég að gera það ekki. Jú, gaman að rifja Smashing Pumpkins fílinginn upp en ekki alveg ipod worthy.

Það voru sérstaklega lögin Bullet with butterfly wings og Today sem mér fannst best á þessum tiltekna diski sem hefur verið skrifaður fyrir mig.

Ég á reyndar fullt af svona diskum sem einhverjir hafa "skrifað" fyrir mig. Þetta var gert í gamla daga kids.. Man ekki hver hefur skrifað þennan tiltekna disk. Best að vera ekkert að rifja það upp, er þetta ekki kolólöglegt að skrifa svona diska?

No comments: