Merkilegt.
Eftir að ég byrjaði að nota kaldpressaða kókosolíu til að taka make up-ið af mér á kvöldin líður mér ekki bara betur í húðinni - þetta er náttúrulega 100% lífrænt - heldur svíður mig núna undan venjulega make up removerinum, þeim sem maður kaupir í Bónus.
Mér finnst þetta alveg þvílík uppgötvun því ég hef alltaf bara keypt svona Nivea make up remover og notað hann. Þegar maður kíkir á innihaldslýsinguna eru náttúrulega bara fullt af alls konar efnum sem mig nú svíður undan! Kemísk efni. Hvað var ég að spá? Af hverju fattaði ég þetta ekki fyrr??
Mig sveið ekki undan þessu fyrr en eftir að ég byrjaði að nota lífrænu kókosolíuna.
Mikið ofboðslega ætla ég að halda áfram á þessari línu. Núna ætla ég að hætta að lita á mér hárið...
ég hef nú sagt það áður en núna ætla ég.
Jú víst!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment