Prinsessan á bauninni. Það er ég.
Veit ekki alveg af hverju ég er svona viðkvæm fyrir öllu. Ég er til dæmis alveg ofboðslega viðkvæm fyrir sterkum ljósum. Í morgun kom forstjórinn inn og kveikti á sterku ljósunum. Þá fer ég að verða óróleg, líður ekki svo vel og finn fyrir streitu. Vildi að ég væri ekki svona. Þetta hefur reyndar skánað....
Svo var fundur í vinnunni í fundarherberginu og ljósin voru kveikt allan tímann. Þá fer ég að finna fyrir hausverk og líður bara ekki nógu vel. Vanalega stend ég upp og fæ að slökkva ljósin en af virðingu við nýja yfirmanninn minn sem ég veit að vill hafa ljósin kveikt gerði ég það ekki. Horfði bara frekar niður á borðið og alls ekki upp. Oh, vildi að ég væri ekki svona...
Þetta var líka svona í afmælinu um helgina. Þá voru sterk nakin ljós og það hafði áhrif á mig. ... Ég á eina vinkonu sem ég fer stundum til og ég finn fyrir þessu heima hjá henni. Þar eru sterk ljós og þá þarf ég að passa mig hvar ég sit.....
Svo eru það auðvitað hljóðin í blessuðu kælipressunni sem heyrast extra hátt þessa dagana. Það heyrir þetta varla nokkur annar og þetta fer ekki í taugarnar á nokkrum öðrum manni. Eftir vinnu í dag fór ég að lesa upp í rúmi með eyrnatappana kirfilega staðsetta lengst inn í eyrum. Heyrði í pressunni allan tímann en ákvað að þrauka þetta.
Af hverju er ég svona mikil prinsessa?
Það var huggun harmi gegn að heyra Steinda lýsa sínu OCD-i í þætti sem var á stöð 2 núna áðan og hér eitthvað.. Fellum grímuna. Mér fannst frábært að heyra lýsingarnar hans af því hvernig hann þarf að taka í hurðarhúninn nokkrum sinnum og hvernig hann er í sambandi við eldavélina sína... Með nýja spanhelluborðinu er þetta reyndar ekkert vesen lengur en hurðarhúnninn er sama vandamálið..
Gott að vita að maður er allavegana ekki einn. Góður þáttur. Mjög góður þáttur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment