Monday, November 9, 2015

7/11 2015

Orðin guðhrædd og meyr í öllu þessu svefnleysi.

Verð ég í alvörunni stödd einhvers staðar á miðbaug jarðar á 3ja ára afmæli uppáhalds dóttur minnar? Í alvörunni? Hún elskar afmæli og ef einhver á afmæli þá finnst henni að hún eigi sjálf afmæli. Hún sýndi mér í fyrsta skiptið hvað hún er gömul með puttunum í dag.

Þær sögðu mér í leikskólanum að eitt barnanna á deildinni hefði átt afmæli um daginn og að hún hafi sungið afmælissönginn hæst allra. Bara mjög hátt. Litla skinnið mitt.

Omg.

No comments: