Wednesday, January 8, 2020

2020

Já og gleðilegt nýtt ár!

Gleymdi alveg að hefja nýtt bloggár á áramótafærslu.

Eins og svo margir elska ég áramót. Nýtt ár, ný markmið og einhvern veginn hreint blað. Wipe the slate clean.

Í dag minnist ég þess hvað ég er komin langt. Er svo þakklát fyrir að hafa fylgt hjartanu og er loksins að gera það sem ég á að vera gera.

Í dag er óveður. Stormur. Ég er ekki föst einhvers staðar þar sem ég vil ekki vera. Í vinnu hjá öðrum eða öðrum óþægilegum aðstæðum þar sem ég hef ekki stjórn á rýminu eins og t.d. uppi í skóla þar sem skær ljósin og loftleysið fóru illa í mig.

Ég stjórna mér sjálf, mínum vinnutíma og hvað ég geri yfir höfuð. Það er enginn sem getur kallað mig inn á fund eða vakt í dag.  Það er mið vika, frídagur og ég er bara að fara í hot yoga í hádeginu.

Takk ég.

Ekkert að þakka ég. Elska þig. 

:)

No comments: