Tuesday, January 28, 2020

Hatari

Loksins fór ég á tónleika með þeim. 

Skemmti mér rosalega vel. Leið ekki eins og álfi á hól. Var þarna með 21s árs emo stelpu (viðurkenni að ég googlaði emo bara til að vera viss;)) Við fundum hvor aðra á umræðuþræði hjá bandinu og vorum báðar einar í Stokkhólmi. Föðmuðumst fyrir og eftir tónleikana, sameinaðar í ást okkar á Hatara.

Í anda þeirra voru tónleikarnir haldnir í vöggu kapítalismans, í miðju sláturhúsahverfi. Labbaði þarna fyrr um daginn og leið hreint ekki vel. Gæti aldrei, aldrei unnið í sláturhúsi. Veit að allavegana annar söngvarinn er grænmetisæta og fíla að þeir velji þetta location. Slaktkyrkan. Þeir eru svo góðir í fallegum non violent aktivisma.

Er ekki alveg að skilja af hverju ég fíla þá svona mikið. Textarnir eru dimmir og umgjörðin myrk. Ætli það hafi ekki eitthvað með þeirra andkapitalíska viðhorf að gera.

Tala nú ekki um gaddana, keðjurnar og 25 ára karlmenn í latex og leðri.

Algerlega ómótstæðilegt.

No comments: