Monday, January 27, 2020

Are you knowing what your wanting?

Yes! Nature.

Umkringd steypu í miðri stórborg er þetta svo kristaltært.

Þrái að komast í náttúruna, dreymi um að umvefja mig henni, njóta hennar, elska og virða.

Það er ekki einu sinni opnanlegur gluggi á hótelherberginu. Ég er furðulega róleg yfir þessu. Furðulega. Með því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom inn í það var að reyna að opna gluggann. Eins og ég geri alls staðar. Hringdi niðrí reception og nei, nei. Það á bara ekkert að opna gluggann! (Scandinavian design...)

Hef ekki séð gróður eða plöntu síðan ég kom. Hef grun um að plantan sem ég er reyndar að horfa á núna í morgunverðarsalnum sé gervi.

Ok, verð að komast út:)

Have a nice day.

No comments: