Thursday, January 30, 2020

Me time

Er heldur betur búin að fá me time hérna í Svíþjóð. 

Það var nú reyndar pælingin. Þegar ég var hjá Arnóri á endurnæringarhelginni í Hraunborgum um daginn talaði hann um að sirka 95% hugsana okkar væru endurteknar. Maður sem sagt vaknar og sama spóla fer í gang og var daginn áður. Mér finnst þetta erfitt. Er að reyna að fá nýjar hugsanir. Nýjar pælingar. 

Framundan er dagur með Sunnevu. Hlakka til. 

Gærdagurinn var me time alla leið. Fann hot yoga stúdíó nálægt og svitnaði úr mér öllum áhyggjum.

Grandisimó!

No comments: