Sunday, January 12, 2020

Ég elska þig stormur!

Kæri janúar. Bring it on.

Þú sem ert svo myrkur og langdreginn. Þú með alla þína storma og lægðir. Þú með þitt fallega fulla tungl og birtu frá snjónum þegar lægir.

Í fyrsta skiptið í langan tíma er ég sátt í janúar. Oftast er þetta mánuðurinn sem þarf að lifa af (ásamt febrúar) en núna er ég ekki undir álagi frá öðrum, vinnu eða skóla og er orðin sátt í eigin skinni.

Var í æðislegu danspartýi í gær og húsmæðraorlof í Svíþjóð á næsta leiti.

Bjart framundan indeed.



No comments: