Yes, yes, yes!!
Mér líst svo vel á Göteborg. Hér líður mér vel. Allt miklu minna í sniðum en í Stokkhólmi og ekki þessi stórborgabragur. Ekki eins mikil steypa. Og ég get opnað gluggann á hótelinu!
Og ég hitti loksins Sunnevu!! Mikið var það gott. Þessi elska kom að sækja mig á brautarstöðina. Hún kom mér á hótelið og við fórum út að borða saman. Hún borgaði meira að segja.
Við getum talað saman við Sunneva. Mikið sem það er gott. Það er svo nauðsynlegt fyrir sálina.
Skrýtið hvað mér finnst sjaldgæft að tala bara svona. Það var ekki verið að hanga í símanum á meðan sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vorum einmitt að tala um hvað síminn er að taka yfir öll samskipti.
Allavegana, next up; finna hot yoga í Göteborg.
Life is good.

No comments:
Post a Comment