Ég er svo ánægð.
Nýji vinnustaðurinn sem ég verð að nudda í á þriðjudögum er góður og það gengur vel.
Fyrstu skiptin er ég alltaf að átta mig á orkunni og hvað er í gangi. Vinnustaðir eru jú mismunandi eins og þeir eru margir.
En svo gekk þetta svo vel og allir voru svo ánægðir. Einn maður sagði að ég stæði mig greinilega vel þar sem allir sem kæmu frá mér væru bara með stjörnur í augunum og fuglasöng í kring. Eða eitthvað svoleiðis..
Þannig að ég er alsæl. Þreytt en hamingjusöm.
No comments:
Post a Comment