annars ætti maður ekki að vera kvarta.
Þegar ég sat á hárgreiðslustofunni í fyrradag og gluggaði í blað, það var annað hvort Mannlíf eða Nýtt líf, sá ég hræðilega auglýsingu frá UN Women eða e-m álíka samtökum sem bentu á þá staðreynd að um 137.000 stelpur/börn eru seldar/þvingaðar í hjónaband á hverjum degi. Svo var átakanleg fermingarmynd af stelpu sem myndi þá vera 13 ára er það ekki? Myndin var tvískipt og svo sást barnið við hliðina á fermingarmyndinni í brúðarkjól með mjög leiðan og skelfdan svip með karlmannskrumlu um sig.
Hrollur.
Forréttindapíka eins og ég hefur engan rétt til að kvarta yfir svefnlausum nóttum.
(Er ég nokkuð að vera dónaleg? Segir maður ekki örugglega þetta orð - forréttindapíka?)
Vona það!
Thursday, May 30, 2013
Vælubíllinn
Nú veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar. Hringi ég sjálf á vælubílinn eða hringir e-r fyrir mig? Hvað er þá númerið af því að ég þarf að hringja í hann!
Nú hefur litla 12 vikna daman mín tekið upp á því að vera óróleg á nóttunni (aftur.) Það má segja að ég sé núna á 4ða degi í vöku miðað við það að þessi kona (ég) hefur ekki fengið meira en í mesta lagi 5 tíma samfelldan svefn í allavega þrjár nætur núna.
Það var foreldrasund í gærkvöldi hjá mínum elsta sem er í 5. bekk og þar spjallaði ég við góðar manneskjur, aðra foreldra sem sagt, og hafði ánægju af. Þetta var samt erfitt vegna þess hvað ég var þreytt og ég fann allavegana þrisvar fyrir einhvers konar "hinti" af yfirliðstilfinningu. Mama mia!
Ég hélt að lausnin á þessu myndi vera að gefa henni aðeins að borða (sveskjumauk) svo hún myndi fá magafyllingu og sofna þannig södd og sæl en nei. Kl. 04:00 í nótt var ég að staulast inn í eldhúsi að hita pela fyrir hana. Ekki mín hugmynd um góða skemmtun.
En hvað gerir maður annars ekki fyrir svona fallega dömu?
rúsínan mín
(hvað-er-þetta-klikkaða-fólk-að-spá-að-setja-mig-í-þetta-apparat?! Ég-er-11-vikna!)
Nú hefur litla 12 vikna daman mín tekið upp á því að vera óróleg á nóttunni (aftur.) Það má segja að ég sé núna á 4ða degi í vöku miðað við það að þessi kona (ég) hefur ekki fengið meira en í mesta lagi 5 tíma samfelldan svefn í allavega þrjár nætur núna.
Það var foreldrasund í gærkvöldi hjá mínum elsta sem er í 5. bekk og þar spjallaði ég við góðar manneskjur, aðra foreldra sem sagt, og hafði ánægju af. Þetta var samt erfitt vegna þess hvað ég var þreytt og ég fann allavegana þrisvar fyrir einhvers konar "hinti" af yfirliðstilfinningu. Mama mia!
Ég hélt að lausnin á þessu myndi vera að gefa henni aðeins að borða (sveskjumauk) svo hún myndi fá magafyllingu og sofna þannig södd og sæl en nei. Kl. 04:00 í nótt var ég að staulast inn í eldhúsi að hita pela fyrir hana. Ekki mín hugmynd um góða skemmtun.
En hvað gerir maður annars ekki fyrir svona fallega dömu?
rúsínan mín
(hvað-er-þetta-klikkaða-fólk-að-spá-að-setja-mig-í-þetta-apparat?! Ég-er-11-vikna!)
Tuesday, May 28, 2013
Náttúruvernd
Í dag gerist ég pólitísk og skunda niðrí bæ til að vera viðstödd afhendingu opins bréfs til nýs forsætisráðherra. Það á að fara byggja enn eitt álverið og núna í Helguvík. Díses!
Monday, May 27, 2013
Stefán Máni minn 5 ára
elsku drengurinn minn er 5 ára í dag. Hann er nú algert yndi barnið þó hann geti stundum verið pjakkur:)
mamma elskar þig ♡
mamma elskar þig ♡
Wednesday, May 22, 2013
hápunktur dagsins:
þegar ég gerðist heimsforeldri hjá UNICEF þegar ég hitti sjálfboðaliða frá samtökunum í Austurstræti í dag.
Gefa. Gott.
:)
Gefa. Gott.
:)
ferill
eins og flestar aðrar manneskjur er ég oft að hugsa um hvað það er sem mig langar til að vinna við. Hvað það er sem myndi veita mér starfsánægju, eitthvað sem mér myndi líða vel við að vinna við og eitthvað sem ég myndi vera stolt af að gera. Eitthvað sem myndi veita mér lífsfyllingu.
Ég er komin með óljósa hugmynd um hvað þetta er. Mig langar til að vinna við einhvers konar góðgerðarmál eða allavegana við eitthvað þar sem ég er að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda. Eða þá að vera safna pening fyrir góðan málstað. Eitthvað í þessa áttina.
Þegar ég var atvinnulaus veturinn 2009-2010 tók ég 4ra tíma vaktir í Rauða kross búðinni á Laugaveginum. Þetta var samt ekki alla daga. Mér leið alveg ótrúlega vel af því að vera gefa svona til samfélagsins. Fékk ekki krónu fyrir en þetta gaf mér lífsfyllingu fyrir allan peninginn. Það er svo gott að gefa.
En þá er auðvitað vandinn ef mig langar til að vinna við góðgerðarstörf og hafa frjálsan vinnutíma að það eru engin laun sem fylgja því.
Hmmmm, það að vinna svona milljarð í lottóinu myndi auðvitað bjarga því:)
Ég er komin með óljósa hugmynd um hvað þetta er. Mig langar til að vinna við einhvers konar góðgerðarmál eða allavegana við eitthvað þar sem ég er að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda. Eða þá að vera safna pening fyrir góðan málstað. Eitthvað í þessa áttina.
Þegar ég var atvinnulaus veturinn 2009-2010 tók ég 4ra tíma vaktir í Rauða kross búðinni á Laugaveginum. Þetta var samt ekki alla daga. Mér leið alveg ótrúlega vel af því að vera gefa svona til samfélagsins. Fékk ekki krónu fyrir en þetta gaf mér lífsfyllingu fyrir allan peninginn. Það er svo gott að gefa.
En þá er auðvitað vandinn ef mig langar til að vinna við góðgerðarstörf og hafa frjálsan vinnutíma að það eru engin laun sem fylgja því.
Hmmmm, það að vinna svona milljarð í lottóinu myndi auðvitað bjarga því:)
Tuesday, May 21, 2013
hápunktur dagsins:
... þegar ég gargaði "Stefán?! STEFÁN ??!!!!" inn í heilar tvær rútur leitandi að barninu eins og hauslaus kjúklingur í sveitaferð með leikskólanum. Svo hafði hann bara farið í rútuna "okkar" sjálfur án þess ég vissi.
Bara sex sveitaferðir eftir.....
Thursday, May 16, 2013
þakklát
Í dag sem og aðra daga er ég þakklát. Þakklát fyrir öll þau lífsgæði sem ég bý við.
Í gær átti ég rosa bágt út af sárum bakverk. Hafði ekki getað sofið almennilega vegna hans og leið bara almennt illa. Gat ekki haldið á barninu einu sinni án þess að fá verk. Ég var því þakklát fyrir að geta með einu símtali útvegað mér tíma hjá sjúkraþjálfara samdægurs sem kippti bakinu í lag þannig að ég gat allavegana sofið í nótt. Verkurinn er reyndar ekki alveg farin en hjálp er allavegana út um allt í formi sjúkraþjálfara, hnykkjara o.s. frv...
Mér var hugsað til forfeðra minna áður en ég sofnaði í gærkvöldi. Það er mynd af sumum þeirra heima hjá ömmu. Það er ekki bros á andlitunum heldur eru þau mjög alvarleg. Þegar þau voru uppi var ekki hægt að skreppa til sjúkraþjálfara til að laga verk eða skreppa beinustu leið til læknis þegar barnið var veikt. Ji, hvað lífið hefur verið erfitt á köflum.
Guð hefur vitað að ég hefði aldrei höndlað lífið fyrr á öldum og ég er mjög þakklát fyrir að hann setti mig á þennan tíma þar sem nútímaþægindi eru fyrir hendi og fólk er með sér herbergi og þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðafólki sem þarf að ganga úr rúmi fyrir eins og tíðkaðist í sveitum í gamla daga þar sem fjölskyldur bjuggu kannski 10 saman í einu litlu húsi.
Ég veit um allavegana eina sem hefði ekki meikað það......
Í gær átti ég rosa bágt út af sárum bakverk. Hafði ekki getað sofið almennilega vegna hans og leið bara almennt illa. Gat ekki haldið á barninu einu sinni án þess að fá verk. Ég var því þakklát fyrir að geta með einu símtali útvegað mér tíma hjá sjúkraþjálfara samdægurs sem kippti bakinu í lag þannig að ég gat allavegana sofið í nótt. Verkurinn er reyndar ekki alveg farin en hjálp er allavegana út um allt í formi sjúkraþjálfara, hnykkjara o.s. frv...
Mér var hugsað til forfeðra minna áður en ég sofnaði í gærkvöldi. Það er mynd af sumum þeirra heima hjá ömmu. Það er ekki bros á andlitunum heldur eru þau mjög alvarleg. Þegar þau voru uppi var ekki hægt að skreppa til sjúkraþjálfara til að laga verk eða skreppa beinustu leið til læknis þegar barnið var veikt. Ji, hvað lífið hefur verið erfitt á köflum.
Guð hefur vitað að ég hefði aldrei höndlað lífið fyrr á öldum og ég er mjög þakklát fyrir að hann setti mig á þennan tíma þar sem nútímaþægindi eru fyrir hendi og fólk er með sér herbergi og þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðafólki sem þarf að ganga úr rúmi fyrir eins og tíðkaðist í sveitum í gamla daga þar sem fjölskyldur bjuggu kannski 10 saman í einu litlu húsi.
Ég veit um allavegana eina sem hefði ekki meikað það......
Wednesday, May 15, 2013
bíllaus
Núna er ég búin að vera bíllaus í um þrjá og hálfan mánuð og er búin að vera mjög dugleg að spá ekkert í því og fara ferða minna gangandi og svona en núna er ég farin að finna aðeins fyrir því að ég sakna þess verulega að vera ekki á bíl.
Það er dáldið leiðinlegt að vera alltaf að biðja mömmu og bróður og kallinn og svona þegar maður þarf að snattast eitthvað.
Þess vegna ætla ég að biðja alheiminn og kosmósinn um Nissan Pathfinder silfurlitaðan jeppa með leðursætum:) Hann lítur svona út:
Takk fyrir, love you much:)
P.s. ég myndi að sjálfsögðu halda áfram að vera umhverfisvæn og labba og hjóla það helsta. Bílinn myndi ég aðallega nota til að fara út á land.
Það er dáldið leiðinlegt að vera alltaf að biðja mömmu og bróður og kallinn og svona þegar maður þarf að snattast eitthvað.
Þess vegna ætla ég að biðja alheiminn og kosmósinn um Nissan Pathfinder silfurlitaðan jeppa með leðursætum:) Hann lítur svona út:
Takk fyrir, love you much:)
P.s. ég myndi að sjálfsögðu halda áfram að vera umhverfisvæn og labba og hjóla það helsta. Bílinn myndi ég aðallega nota til að fara út á land.
Tuesday, May 14, 2013
bless bless vetur, halló sumar:)
það er alltaf þessi eini dagur í maí hjá mér þar sem ég verð ískyggilega vör við að kuldaskórnir/vetrarskórnir eiga ekki lengur við þegar út í daginn er haldið.
Sá dagur var í gær.
Áhyggjufullt foreldrið (ég) skundaði út með 10 vikna gamalt (ungt) barnið út á heilsugæslustöð og var ekkert of mikið að spá í eigin klæðnaði. Þegar ég kom sveitt inn á heilsugæsluna og sat svo og beið eftir að komast að ákvað ég snarlega að þetta yrði sá dagur sem kuldaskórnir færu í sumarfríið góða.
Svo óþægilegt þegar maður er hálf klístraður af svita.
Sá dagur var í gær.
Áhyggjufullt foreldrið (ég) skundaði út með 10 vikna gamalt (ungt) barnið út á heilsugæslustöð og var ekkert of mikið að spá í eigin klæðnaði. Þegar ég kom sveitt inn á heilsugæsluna og sat svo og beið eftir að komast að ákvað ég snarlega að þetta yrði sá dagur sem kuldaskórnir færu í sumarfríið góða.
Svo óþægilegt þegar maður er hálf klístraður af svita.
Monday, May 13, 2013
pillur
Það er alveg merkilegt að það eru til pillur við öllu nú til dags.
Þess vegna var mjög ánægjulegt að geta bara labbað inn í næsta apótek og keypt brjóstamjólkuraukandi töflur og te!
Það var auðvitað ennþá ánægjulegra að komast að því að töflurnar og te-ið svínvirkuðu:)
(Hmmm... kannski hefði ég unnið brjóstamjólkina aftur upp upp á eigin spýtur án taflanna og tesins?)
Þess vegna var mjög ánægjulegt að geta bara labbað inn í næsta apótek og keypt brjóstamjólkuraukandi töflur og te!
Það var auðvitað ennþá ánægjulegra að komast að því að töflurnar og te-ið svínvirkuðu:)
(Hmmm... kannski hefði ég unnið brjóstamjólkina aftur upp upp á eigin spýtur án taflanna og tesins?)
Friday, May 10, 2013
Gervihnattaöld
Er ekki alveg dásamlegt að geta setið í eigins borðstofu og spjallað við fólk út í heimi? Er ekki Facebook æði?
Sat hér í gær og spjallaði heillengi við Sunnevu mína sem býr í Svíþjóð. Fer svo á Facebook núna áðan og sé skilaboð frá gömlum vini sem er portúgalskur og býr í Portúgal og var að spjalla við hann núna áðan. Líka á msn-inu á Facebook..
Þetta er auðvitað stórmerkilegt fyrir þær sakir að þegar langamma mín var ung þurfti hún að labba á sauðskinnsskóm yfir fjöll og heiðindi og þá (held ég) bjó fólk í moldarkofum...
Sat hér í gær og spjallaði heillengi við Sunnevu mína sem býr í Svíþjóð. Fer svo á Facebook núna áðan og sé skilaboð frá gömlum vini sem er portúgalskur og býr í Portúgal og var að spjalla við hann núna áðan. Líka á msn-inu á Facebook..
Þetta er auðvitað stórmerkilegt fyrir þær sakir að þegar langamma mín var ung þurfti hún að labba á sauðskinnsskóm yfir fjöll og heiðindi og þá (held ég) bjó fólk í moldarkofum...
dreymdi draum
oftast dreymir mig samhengislaust rugl en draumurinn sem mig dreymdi núna áðan (já, ég lagði mig í morgun, ég er í orlofi:)) finnst mér tengjast skuggalega raunveruleikanum:
ég var að reyna að komast í yogatíma en það voru ýmsar hindranir í veginum. Yogashala-ð var breytt og uppi einhvern veginn þannig að ég varð að klöngra upp mjóan stiga þar sem þrepin voru andstaðan við breið, svona mjó pípurör einhvernveginn. Allavegana, er komin upp og þar er allt frekar þröngt en tíminn að fara byrja og ég byrja á því að redda mér dýnu og koma henni fyrir aftast. Geri mér svo grein fyrir því að ég hef gleymt Stefáni Mána niðri og verð því að klöngrast niður þennan þrönga stiga og ná í hann og koma honum einhvern veginn upp stigana.Það var dáldið mál og það var líka annað fólk þarna.
Það hefst einhvern veginn svo ég kem honum fyrir með blað og liti. Þarna er allt frekar þröngt og mikið af fólki og Ingibjörg með tímann sem er að fara byrja þegar ég átta mig á því að ég er í gallabuxunum og alveg að fara að missa af tímanum. Ég hendist því í ofboði í fataklefann sem er samt á sama stað en finn mér ekkert að fara í. Kom ekki með æfingafötin. Fer úr gallabuxunum og leita og leita að æfingabuxum og reyni að troða mér í ýmsar en gengur mjög erfiðlega en finn svo einhverjar trúðastuttbuxur sem ég á ekki en er að fá lánaðar frá Ingibjörgu. Eða ég vona að ég sé að fá þær lánaðar..
Og svo vakna ég.
Já, það er dáldið erfitt að komast í yogatíma þessa dagana....
ég var að reyna að komast í yogatíma en það voru ýmsar hindranir í veginum. Yogashala-ð var breytt og uppi einhvern veginn þannig að ég varð að klöngra upp mjóan stiga þar sem þrepin voru andstaðan við breið, svona mjó pípurör einhvernveginn. Allavegana, er komin upp og þar er allt frekar þröngt en tíminn að fara byrja og ég byrja á því að redda mér dýnu og koma henni fyrir aftast. Geri mér svo grein fyrir því að ég hef gleymt Stefáni Mána niðri og verð því að klöngrast niður þennan þrönga stiga og ná í hann og koma honum einhvern veginn upp stigana.Það var dáldið mál og það var líka annað fólk þarna.
Það hefst einhvern veginn svo ég kem honum fyrir með blað og liti. Þarna er allt frekar þröngt og mikið af fólki og Ingibjörg með tímann sem er að fara byrja þegar ég átta mig á því að ég er í gallabuxunum og alveg að fara að missa af tímanum. Ég hendist því í ofboði í fataklefann sem er samt á sama stað en finn mér ekkert að fara í. Kom ekki með æfingafötin. Fer úr gallabuxunum og leita og leita að æfingabuxum og reyni að troða mér í ýmsar en gengur mjög erfiðlega en finn svo einhverjar trúðastuttbuxur sem ég á ekki en er að fá lánaðar frá Ingibjörgu. Eða ég vona að ég sé að fá þær lánaðar..
Og svo vakna ég.
Já, það er dáldið erfitt að komast í yogatíma þessa dagana....
Thursday, May 9, 2013
að fara eða fara ekki í World Class.
Eins og gengur og gerist bætti konan á sig nokkrum fitukeppum við síðustu meðgöngu (-na ever!)
Fékk þá flugu í hausinn að fara að kíkja í World Class í þeirri viðleitni að vinna á fyrrnefnum keppum og setja þá litlu í barnapössunina á meðan.
En síðan kom samviskubitið. Elsku barnið er nú bara 9 vikna! Ætla ég í alvörunni að fara með hana í þetta sýklabæli? Já eða nei?
Samviskubitið vs vinna á keppum. Hver kemur til með að vinna?
Fékk þá flugu í hausinn að fara að kíkja í World Class í þeirri viðleitni að vinna á fyrrnefnum keppum og setja þá litlu í barnapössunina á meðan.
En síðan kom samviskubitið. Elsku barnið er nú bara 9 vikna! Ætla ég í alvörunni að fara með hana í þetta sýklabæli? Já eða nei?
Samviskubitið vs vinna á keppum. Hver kemur til með að vinna?
Wednesday, May 8, 2013
Heart and soul
Er nú búin að lesa bókina Heart and Soul eftir Maeve Binchy sem elskuleg móðir mín kom með fyrir mig.
Þetta er frábær bók, svo gaman að lesa á írsku:) Samkvæmt forsíðunni á bókinni og mömmu er þetta frægur írskur höfundur og "the number one bestseller." Þegar maður les bókina skil maður af hverju.
Bókin er alls ekki spennusaga heldur fjallar hún um líf nokkura einstaklinga sem starfa á sama vinnustaðnum; svokölluðu "heart clinic" sem er stofnað sem útibú útfrá spítala nokkrum í Dublin. Bókin fjallar um líf þessara einstaklinga og fólksins í kringum vinnustaðinn.
Ég bæði hló og grét sem er minn mælikvarði á hvort að bók sé góð eða ekki. Þessi bók er sem sagt góð og hélt mér allan tímann verandi sínar 522 blaðsíður. Það var reyndar smá kafli þar sem mér leiddist en ég fyrirgef það fúslega.
Þetta er frábær bók, svo gaman að lesa á írsku:) Samkvæmt forsíðunni á bókinni og mömmu er þetta frægur írskur höfundur og "the number one bestseller." Þegar maður les bókina skil maður af hverju.
Bókin er alls ekki spennusaga heldur fjallar hún um líf nokkura einstaklinga sem starfa á sama vinnustaðnum; svokölluðu "heart clinic" sem er stofnað sem útibú útfrá spítala nokkrum í Dublin. Bókin fjallar um líf þessara einstaklinga og fólksins í kringum vinnustaðinn.
Ég bæði hló og grét sem er minn mælikvarði á hvort að bók sé góð eða ekki. Þessi bók er sem sagt góð og hélt mér allan tímann verandi sínar 522 blaðsíður. Það var reyndar smá kafli þar sem mér leiddist en ég fyrirgef það fúslega.
Tuesday, May 7, 2013
Suits
Er alveg miður mín.
Donna var rekin af lögfræðistofunni í þættinum í gær. Trúi þessu ekki. Er hún þá í alvörunni hætt í þáttunum?! Nei!!
Suits er sko nýji uppáhaldsþátturinn minn...
Donna var rekin af lögfræðistofunni í þættinum í gær. Trúi þessu ekki. Er hún þá í alvörunni hætt í þáttunum?! Nei!!
Suits er sko nýji uppáhaldsþátturinn minn...
Monday, May 6, 2013
Húsfundur
Jæja, þá er fyrsti húsfundurinn í nýja húsinu (blokkinni) annað kvöld.
Verð að segja að ég er í skýjunum að vera að mæta sem óbreyttur íbúðareigandi en ekki að halda fundinn vegna þess að ég er formaðurinn.
Jibbý!
Verð að segja að ég er í skýjunum að vera að mæta sem óbreyttur íbúðareigandi en ekki að halda fundinn vegna þess að ég er formaðurinn.
Jibbý!
Sunday, May 5, 2013
Following the money
http://visir.is/islendingar-eiga-ad-haetta-vid-oliuleit-a-drekasvaedinu/article/2013130509553+
Í þessari grein segir Bill McKibben, einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi, að Íslendingar eigi að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í umhverfismálum og hætta við olíuleit á Drekasvæðinu.
Í fullkomnum heimi myndu Íslendingar að sjálfsögðu hætta leitinni strax þar sem það myndi sporna við loftslagsbreytingum. EN þetta er ekki fullkominn heimur, því miður.
Ég er ansi hrædd um að Íslendingar eigi frekar eftir að eltast við peningana (til að efla hagvöxtinn sem er auðvitað mikilvægari heldur svona náttúruverndarduttlungar..)
Man o man, hvað mér þykir sárt að þeir stjórnmálaflokkar sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum núna sem næsta ríkisstjórn hafa ekki minnst einu orði á náttúruvernd í kosningabaráttunni, já eða bara minnst á það eitthvað.
Sad. Sad. Sad.
Í þessari grein segir Bill McKibben, einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi, að Íslendingar eigi að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í umhverfismálum og hætta við olíuleit á Drekasvæðinu.
Í fullkomnum heimi myndu Íslendingar að sjálfsögðu hætta leitinni strax þar sem það myndi sporna við loftslagsbreytingum. EN þetta er ekki fullkominn heimur, því miður.
Ég er ansi hrædd um að Íslendingar eigi frekar eftir að eltast við peningana (til að efla hagvöxtinn sem er auðvitað mikilvægari heldur svona náttúruverndarduttlungar..)
Man o man, hvað mér þykir sárt að þeir stjórnmálaflokkar sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum núna sem næsta ríkisstjórn hafa ekki minnst einu orði á náttúruvernd í kosningabaráttunni, já eða bara minnst á það eitthvað.
Sad. Sad. Sad.
Thursday, May 2, 2013
Confessions of a desperate housewife, part III
Þarna klikkaði húsmóðirinn aldeilis...
Ég sem hélt að ég hefði valið frábærar gardínur í stofuna. Fannst ég hafa vandað valið, tók nú nógu margar prufur í búðunum og hafði á glugganum til að sjá hvað myndi virka best.
Endaði með að kaupa frekar smekklegar rúllugardínur úr beige lituðu efni, svona gegnsæjar þegar maður situr inni, það sést út en ekki inn. Svo einhvern veginn gerðist það að sófinn er beint á móti glugganum og sjónvarpið í horninu hjá glugganum þannig að glugginn blasir við manni þegar maður situr í sófanum og horfir á sjónvarpið.
Nema hvað, með hækkandi sól þá er varla horfandi á neitt þar sem kvöldsólinn er alltof sterk og kemur beint inn. Hef setið undanfarin kvöld með sólgleraugu og hendina út í loft!
Og húsbóndinn glottir bara út í annað því hann hefur lagt áherslu á að fá líka gardínur til að hafa yfir í stofuna.. hugmynd sem ég er ekki hrifin af..
Jæja, í þessu tilliti þá þakka ég fyrir að veturinn er langur á Íslandi......
Ég sem hélt að ég hefði valið frábærar gardínur í stofuna. Fannst ég hafa vandað valið, tók nú nógu margar prufur í búðunum og hafði á glugganum til að sjá hvað myndi virka best.
Endaði með að kaupa frekar smekklegar rúllugardínur úr beige lituðu efni, svona gegnsæjar þegar maður situr inni, það sést út en ekki inn. Svo einhvern veginn gerðist það að sófinn er beint á móti glugganum og sjónvarpið í horninu hjá glugganum þannig að glugginn blasir við manni þegar maður situr í sófanum og horfir á sjónvarpið.
Nema hvað, með hækkandi sól þá er varla horfandi á neitt þar sem kvöldsólinn er alltof sterk og kemur beint inn. Hef setið undanfarin kvöld með sólgleraugu og hendina út í loft!
Og húsbóndinn glottir bara út í annað því hann hefur lagt áherslu á að fá líka gardínur til að hafa yfir í stofuna.. hugmynd sem ég er ekki hrifin af..
Jæja, í þessu tilliti þá þakka ég fyrir að veturinn er langur á Íslandi......
Subscribe to:
Posts (Atom)