Friday, May 10, 2013

dreymdi draum

oftast dreymir mig samhengislaust rugl en draumurinn sem mig dreymdi núna áðan (já, ég lagði mig í morgun, ég er í orlofi:)) finnst mér tengjast skuggalega raunveruleikanum:

ég var að reyna að komast í yogatíma en það voru ýmsar hindranir í veginum. Yogashala-ð var breytt og uppi einhvern veginn þannig að ég varð að klöngra upp mjóan stiga þar sem þrepin voru andstaðan við breið, svona mjó pípurör einhvernveginn. Allavegana, er komin upp og þar er allt frekar þröngt en tíminn að fara byrja og ég byrja á því að redda mér dýnu og koma henni fyrir aftast. Geri mér svo grein fyrir því að ég hef gleymt Stefáni Mána niðri og verð því að klöngrast niður þennan þrönga stiga og ná í hann og koma honum einhvern veginn upp stigana.Það var dáldið mál og það var líka annað fólk þarna.

Það hefst einhvern veginn svo ég kem honum fyrir með blað og liti. Þarna er allt frekar þröngt og mikið af fólki og Ingibjörg með tímann sem er að fara byrja þegar ég átta mig á því að ég er í gallabuxunum og alveg að fara að missa af tímanum. Ég hendist því í ofboði í fataklefann sem er samt á sama stað en finn mér ekkert að fara í. Kom ekki með æfingafötin. Fer úr gallabuxunum og leita og leita að æfingabuxum og reyni að troða mér í ýmsar en gengur mjög erfiðlega en finn svo einhverjar trúðastuttbuxur sem ég á ekki en er að fá lánaðar frá Ingibjörgu. Eða ég vona að ég sé að fá þær lánaðar..

Og svo vakna ég.

Já, það er dáldið erfitt að komast í yogatíma þessa dagana....

No comments: