Wednesday, May 22, 2013

ferill

eins og flestar aðrar manneskjur er ég oft að hugsa um hvað það er sem mig langar til að vinna við. Hvað það er sem myndi veita mér starfsánægju, eitthvað sem mér myndi líða vel við að vinna við og eitthvað sem ég myndi vera stolt af að gera. Eitthvað sem myndi veita mér lífsfyllingu.

Ég er komin með óljósa hugmynd um hvað þetta er. Mig langar til að vinna við einhvers konar góðgerðarmál eða allavegana við eitthvað þar sem ég er að hjálpa fólki sem þarf á hjálp að halda. Eða þá að vera safna pening fyrir góðan málstað. Eitthvað í þessa áttina.

Þegar ég var atvinnulaus veturinn 2009-2010 tók ég 4ra tíma vaktir í Rauða kross búðinni á Laugaveginum. Þetta var samt ekki alla daga. Mér leið alveg ótrúlega vel af því að vera gefa svona til samfélagsins. Fékk ekki krónu fyrir en þetta gaf mér lífsfyllingu fyrir allan peninginn. Það er svo gott að gefa.

En þá er auðvitað vandinn ef mig langar til að vinna við góðgerðarstörf og hafa frjálsan vinnutíma að það eru engin laun sem fylgja því.

Hmmmm, það að vinna svona milljarð í lottóinu myndi auðvitað bjarga því:)


No comments: