Er nú búin að lesa bókina Heart and Soul eftir Maeve Binchy sem elskuleg móðir mín kom með fyrir mig.
Þetta er frábær bók, svo gaman að lesa á írsku:) Samkvæmt forsíðunni á bókinni og mömmu er þetta frægur írskur höfundur og "the number one bestseller." Þegar maður les bókina skil maður af hverju.
Bókin er alls ekki spennusaga heldur fjallar hún um líf nokkura einstaklinga sem starfa á sama vinnustaðnum; svokölluðu "heart clinic" sem er stofnað sem útibú útfrá spítala nokkrum í Dublin. Bókin fjallar um líf þessara einstaklinga og fólksins í kringum vinnustaðinn.
Ég bæði hló og grét sem er minn mælikvarði á hvort að bók sé góð eða ekki. Þessi bók er sem sagt góð og hélt mér allan tímann verandi sínar 522 blaðsíður. Það var reyndar smá kafli þar sem mér leiddist en ég fyrirgef það fúslega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)


No comments:
Post a Comment