Thursday, May 16, 2013

þakklát

Í dag sem og aðra daga er ég þakklát. Þakklát fyrir öll þau lífsgæði sem ég bý við.

Í gær átti ég rosa bágt út af sárum bakverk. Hafði ekki getað sofið almennilega vegna hans og leið bara almennt illa. Gat ekki haldið á barninu einu sinni án þess að fá verk. Ég var því þakklát fyrir að geta með einu símtali útvegað mér tíma hjá sjúkraþjálfara samdægurs sem kippti bakinu í lag þannig að ég gat allavegana sofið í nótt. Verkurinn er reyndar ekki alveg farin en hjálp er allavegana út um allt í formi sjúkraþjálfara, hnykkjara o.s. frv...

Mér var hugsað til forfeðra minna áður en ég sofnaði í gærkvöldi. Það er mynd af sumum þeirra heima hjá ömmu. Það er ekki bros á andlitunum heldur eru þau mjög alvarleg. Þegar þau voru uppi var ekki hægt að skreppa til sjúkraþjálfara til að laga verk eða skreppa beinustu leið til læknis þegar barnið var veikt. Ji, hvað lífið hefur verið erfitt á köflum.

Guð hefur vitað að ég hefði aldrei höndlað lífið fyrr á öldum og ég er mjög þakklát fyrir að hann setti mig á þennan tíma þar sem nútímaþægindi eru fyrir hendi og fólk er með sér herbergi og þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðafólki sem þarf að ganga úr rúmi fyrir eins og tíðkaðist í sveitum í gamla daga þar sem fjölskyldur bjuggu kannski 10 saman í einu litlu húsi.

Ég veit um allavegana eina sem hefði ekki meikað það......

No comments: