Nú veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar. Hringi ég sjálf á vælubílinn eða hringir e-r fyrir mig? Hvað er þá númerið af því að ég þarf að hringja í hann!
Nú hefur litla 12 vikna daman mín tekið upp á því að vera óróleg á nóttunni (aftur.) Það má segja að ég sé núna á 4ða degi í vöku miðað við það að þessi kona (ég) hefur ekki fengið meira en í mesta lagi 5 tíma samfelldan svefn í allavega þrjár nætur núna.
Það var foreldrasund í gærkvöldi hjá mínum elsta sem er í 5. bekk og þar spjallaði ég við góðar manneskjur, aðra foreldra sem sagt, og hafði ánægju af. Þetta var samt erfitt vegna þess hvað ég var þreytt og ég fann allavegana þrisvar fyrir einhvers konar "hinti" af yfirliðstilfinningu. Mama mia!
Ég hélt að lausnin á þessu myndi vera að gefa henni aðeins að borða (sveskjumauk) svo hún myndi fá magafyllingu og sofna þannig södd og sæl en nei. Kl. 04:00 í nótt var ég að staulast inn í eldhúsi að hita pela fyrir hana. Ekki mín hugmynd um góða skemmtun.
En hvað gerir maður annars ekki fyrir svona fallega dömu?
rúsínan mín
(hvað-er-þetta-klikkaða-fólk-að-spá-að-setja-mig-í-þetta-apparat?! Ég-er-11-vikna!)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment