annars ætti maður ekki að vera kvarta.
Þegar ég sat á hárgreiðslustofunni í fyrradag og gluggaði í blað, það var annað hvort Mannlíf eða Nýtt líf, sá ég hræðilega auglýsingu frá UN Women eða e-m álíka samtökum sem bentu á þá staðreynd að um 137.000 stelpur/börn eru seldar/þvingaðar í hjónaband á hverjum degi. Svo var átakanleg fermingarmynd af stelpu sem myndi þá vera 13 ára er það ekki? Myndin var tvískipt og svo sást barnið við hliðina á fermingarmyndinni í brúðarkjól með mjög leiðan og skelfdan svip með karlmannskrumlu um sig.
Hrollur.
Forréttindapíka eins og ég hefur engan rétt til að kvarta yfir svefnlausum nóttum.
(Er ég nokkuð að vera dónaleg? Segir maður ekki örugglega þetta orð - forréttindapíka?)
Vona það!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment