Thursday, September 19, 2013

mammviskubit

Þetta er orð sem ég heyrði hjá ungri frænku minni um daginn og er sem sagt orð yfir það þegar móðir fær samviskubit.

Það er dáldið skrýtið að fá mammviskubit þegar maður sinnir börnunum allan daginn og sefur líka lítið sem ekkert stundum margar nætur í röð vegna þeirra en það er svona að eiga heil þrjú stykki..

Í morgun var haustfundur með foreldrum og kennaranum hans Óla í skólanum og ég fór ekki:/ Samansemmerki mammviskubit. Stjúpan fór í staðinn.

Það kom í ljós í gærkvöldi að Svanur komst ekki úr vinnunni þannig að ég var heima með börnin í morgun. Reyndar var ég búin að segja við Óla að ég kæmist ekki þar sem ég er búin sofa mjög illa undanfarið og vó hagsmuni mína (að sofa aðeins lengur til að jafna mig eftir nóttina) meira heldur en þessi fundur.

Mammviskubit.

En svona þegar yfir allt er litið og stóra myndin er skoðuð þá ætti nú ekki að skipta það miklu máli að mamma hans Ólafs Tryggva Egilssonar kom ekki á haustfund foreldra með kennurum fimmtudaginn 19. september 2013. Veðja á að allt annað vegi meira.

Vona að ég veðji rétt.





2 comments:

Tinnsi said...

Hugsa að þú hafir veðjað rétt

Svava said...

Heldur betur:) Það kom svo í ljós að kennarinn hans Óla var búin að vera veik í viku og þess vegna var enginn fundur með henni. Foreldrarnir voru margir illa svekktir yfir að hafa farið þessa hálfgerðu fýluferð þar sem ræðan frá skólastjóranum og aðstoðarskólastjóranum voru svona staðlaðar ræður sem eru haldnar árlega...!