Mikið er ég þakklát fyrir þessa fallegu og tæru daga. Haustið getur verið svo æðislegt. Elska þegar himininn er svona tær og fagur með alls konar litbrigðum eins og fjúkandi laufin.
Af sjálfri mér er það að frétta að ég neyddist til að kaupa nýja skó í dag. Þurfti að gera hálfger skyndikaup þar sem vetrarskórnir sem ég er búin að vera í síðastliðna tvo vetur klikkuðu allt í einu. Það kom ljótt gat á aðra skóna og skósmiðurinn bar mér þær fréttir að ég þyrfti að kveðja þessa skó. Þeirra tími væri liðinn.
Mér finnst það leiðinlegt því þeir voru orðnir hluti af mér svoleiðis. Var alltaf í þeim og leið svo vel í þeim. Var náttúrulega ekki í þeim sumar samt.
Ég fékk hrós út á þá alveg nokkrum sinnum og var svona dáldið roggin með mig í þeim, svoleiðis.
Datt í hug að taka mynd af þeim til að eiga mynd af þeim en þá var ég búin að henda þeim í ruslatunnuna.
Finnst stundum einum of gaman að henda....
Allavegana, takk fyrir samfylgdina elsku vetrarskór sem eru núna í illa lyktandi ruslakompunni niðri. Við áttum góða tíma saman. Tja, svona oftast þar sem þið voruð reyndar ekki svo góðir í slabbi og það kom táfýla af ykkur enda voruð þið svo háir og fallegir með loðfeldinn ykkar. Ji, hvað þið eruð - voruð - fallegir..
Sakni sakn..... skósmiðurinn sagði að þetta væri búið spil. Hvað átti ég annað að gera en að henda ykkur? Ha..? :/
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment