Thursday, October 10, 2013

the list

núna er Suits þættirnir mínir komnir í hlé eða hættir eða eitthvað. Húsmóðirin var dáldið miður sín þegar dagskráin fyrir mánudagskvöldið síðasta var kynnt á stöð 2 og Suits var ekki þar á meðal. Strákarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið mömmunni varð svo um og ó. Allavegana, hef nú kannski bara gott af því að þeir séu komnir í hlé (vona að það komi önnur þáttaröð.)

Það var þáttur í Friends þar sem vinirnir gerðu lista yfir þá Hollywood leikara sem þau mættu kyssa og hinn aðilinn í sambandinu væri ok með það. Eða voru það kannski bara Ross og Rachel sem gerðu svona lista? Allavegana, man eftir að Ross setti Isabellu Rossolini á sinn lista og svo kom hún labbandi inn á kaffihúsið. Ross hafði "laminated" sinn lista. (Væri alveg til í að horfa á nokkra Friends þætti einhvern tímann bráðum..)

Allavegana, á mínum lista eru bara þrír menn og þeir eru:

1) Channing Tatum
2) Patrick J. Adams
3) Gabriel Macht

Svanur veit ekkert af þessum lista og ég efa að hann hafi húmor fyrir þessu. Allavegana, vona að fólk hafi húmor fyrir mér hérna og bullinu í mér;)


No comments: