Monday, October 14, 2013

Kaupmaðurinn á horninu...

... fær aldeilis að græða á slugsinu í mér:/

Urg. Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég kem að kassanum í Samkaup í Suðurveri sem er svona mín hverfisbúð. Geri nú alltaf mitt ýtrasta til að vera kurteis við sakleysingjana á kassanum en í gær þá bara gat ég ekki verið svo hress.

Við fórum í Bónus og keyptum fullt fullt af mat. 5 pokar fyrir sirka 28.000 kr. Fattaði samt í gærkvöldi að það vantaði kaffi og þar sem ég þekki sjálfa mig nógu vel til að vita að það er eins gott fyrir alla að mamma fái kaffið sitt fór ég í þessa okurbúllu og keypti kaffi á 9xx kr. :/

Kvöldið þaráður hafði ég uppgötvað að við áttum bara tvær bleiur fyrir GH og mér fannst svona "better be safe than sorry" að það væri betra að vera með varabirgðir. Pakkinn kostaði 39xx kr takk fyrir! Svo fórum við í gær og keyptum þrefalt magn eða eitthvað álíka í Bónus fyrir sama verð..

spari Svava er ekki hress með þetta!

No comments: