Wednesday, October 2, 2013

góðir hlutir að gerast

ég er búin að taka bara nokkra hluti sem Ebba Guðný (pureebba.com) talaði um og tileinka mér þá. Þegar ég var á námskeiðinu í Lifandi markaði keypti ég t.d. fiskolíu (sem er rík af omega 3 og 6) og er farin að taka matskeið á dag á morgnana fyrir booztið.

Ég er öll betri. Meltingin er komin í gott lag eins og hún sagði að myndi gerast með því að taka þessar olíur (nota líka núna hörfræolíu í booztið.)

Set líka chia fræ í boostið og líður bara betur en ég gerði áður í líkamanum einhvern veginn. Hún mælti með að bleyta þau í íláti og hrista og geyma svo í ísskápnum. Hún mælti nú reyndar með því að ílátið væri glerílát en ekki plastílát en hey... maður getur ekki gert allt rétt. Allavegana ekki strax, allavegana ekki fyrr en ég útvega mér glerkrukkur.

Svo er ég farin að drekka gulrótarsafa, allavegana eitt staup á dag.

Hlakka til að halda þessu áfram:)

No comments: