Mikið var skrýtið að fara niður í bæ í dag. Tók smá göngutúr niðrí bæ og held að ég geti talið Íslendingana sem ég sá (maður bara einhvern veginn þekkir þá) á báðum höndum. Restin var allt útlendingar, túristar.
Meira að segja á kaffihúsinu í Hörpu og í Bónus voru útlendingar að vinna.
Dáldið svona skrýtið að labba Skólavörðustíginn og allt er túristamiðað og túristar út um allt. En auðvitað er maður smá fegin því það hlýtur jú að þýða að einhver peningur er að streyma inn.
P.s. er voða illt í endajaxlinum og læt mig dreyma um að rífa hann hreinlega út. Einhverntímann í nótt fékk ég sterka hugsýn um að taka hann út og skola hann allavegana,
hummm.....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment