Friday, December 29, 2023

Amma

Er búin að lesa mikið yfir hátíðarnar. Er alveg dottin inn í bókina Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia og er næstum búin með hana. 

Það sem er athyglisvert við hana er að hún gerist í framtíðinni. Saga forfeðranna er rakin en þá eru þeir uppi á okkar tímum eða eftir okkar tíma. Bókin kemur mér sífellt á óvart. Leist eiginlega ekkert á hana fyrst. Núna erum við (lesendur) búin að fylgja Páli eftir frá því hann var barn, ungur maður og núna er hann orðinn sjúklingur með sykursýki og afi.

Læt Goodreads um að heyra review af bókinni en að öðru:

Hef alltaf notið þess að gefa foreldrum mínum myndir af börnunum. Afi og amma eru alltaf ánægð með myndaalbúmin í jólapakkanum. Mér finnst svo skuggalegt að ég sé orðin amma og það sé ÉG sem fái núna myndaalbúm í jólapakka. 

Segi ennþá amma, amma við Styrmir Orra af því mér finnst þetta svo skrýtið. Er eiginlega að segja þetta við sjálfa mig. Er bara ekki alveg að ná þessu. 

Frekar treg.

Vikan var eins og gefur að skilja frekar róleg. Tíminn milli jóla og nýárs eru það nú oftast. Vaknaði við það í nótt að 15 ára sonur minn var nú bara að fá sér að borða og fara á klósettið og svona. Alveg búinn að snúa sólarhringnum við.

Eins og allaf hlakka ég til rútínu.

Ætli hápunktur vikunnar hafi ekki verið í byrjun vikunnar þegar mér leið vel. Felt lika superwomen.

Lágpunktur vikunnar var svo í gær þegar ég var veik:/

Síðasta færsla ársins. Yes suree Bob.

Skrýtið ár. Það hafa alltaf verið hræðilegir hlutir í gangi einhvers staðar í heiminum. Get ekki vanist því að sjá allt í einu helsærð börn í Palestínu í feedinu. Erfitt.

Friday, December 22, 2023

Ég vil ekki einhvern sem vill ekki mig

Þroski er dásamlegur. 

Er loksins búin að sætta mig við alla mína miðöldrun. Hversu ósýnilegar 45 ára konur eru og hversu mörgum er almennt sama.

Er loksins komin á það stig að laðast bara alls ekki að karlmönnum sem vilja mig ekki. Að manneskjum sem er alveg sama og spyrja aldrei hvernig ég hafi það eða hvað sé að gerast í mínu lífi.

Við erum búnar að ræða þetta mikið vinkonurnar. Við hittumst af því að áhuginn er einlægur. Við viljum vera í félagsskap hvor annarrar, höfum áhuga á högum hvor annarar og skiljum hvor aðra. Áhuginn er gagnkvæmur.

Héðan í frá sækist ég ekki í félagsskap fólks sem er bara engan veginn á sömu bylgjulengd og hefur ekki áhuga á samskiptum við mig. Þetta er áramótaheitið.

Allavegana, þessi setning Ég vil ekki einhvern sem vill ekki mig er líka kafli í bókinni sem ég er að lesa: Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Skrýtið að mig hefur langað að lesa þessa bók í lengri tíma en finnst hún hálf skrýtin. Aðallega kynlífs lýsingarnar. Þær eru bara mjög skrýtnar. Eru rithöfundar kannski graðasta fólkið? Nei, ég segi svona.

 

Vikan er búin að vera góð. Mér hefur almennt séð liðið vel. Kraftur í mér. Er í fíling. Búin að skila af mér skýrslunum fyrir Bowen skólann. Er næstum því búin með allt jólastúss og lífið leggst almennt vel í mig.

Hápunktur vikunnar var á miðvikudaginn. Það var bara almennt góður dagur. Dagurinn þar sem ég fékk faðmlög frá nuddþegunum og kollega. Allir í góðu skapi.

Lágpunktur vikunnar var kannski þegar ég fór með leynijólavinapakka ekki beint á rangan stað heldur til nöfnu konu sem ég hélt að væri fréttakona á RUV en kom svo í ljós að var alnafna hennar. Kona sem býr með konunni sinni. Ég fékk úthlutað röngu notendanafni á bláa skýinu en réttu heimilisfangi. Þetta var mjög fyndið reyndar þegar ég sagði vinkonu minni á RUV að Birta Björnsdóttir væri gay. Hún bara ha nei. Í nokkrar mínútur héldum við að hún lifði tvöföldu lífi.

Bláa skýið er spjallforrit eins og Twitter. Þarna er góða fólkið. Ekkert baktal og ég þarf ekki að horfa á algeran hrylling í beinni. Ég held að sá Íslendingur sé ekki til sem skilur allt þetta hatur sem liggur að baki hjá Ísraelsmönnum. Og þó..

Gleðilega hátíð ljóss og friðar.


Friday, December 15, 2023

desember

Finnst þessi desember mánuður hafa verið eins og afar slæmt kynlíf með einhverjum þunglyndis-OG kvíðasjúklingi. Slæm orka. Dimm. 

Núna er einhvers konar climax í gangi þar sem kaupsýkin og almenn geðveiki er að ná hámarki. Maður skynjar það á umferðinni og undir niðri er örvæntingarfullur jólaandi sem líður ekkert svo vel með hvernig jólin eru orðin. Þetta átti ekki að verða svona. Þetta átti ekki að fara svona.

Get ekki beðið eftir endanum. Veit að hann verður 25. desember á jóladag þegar allt dettur í dúnalogn. 

Alsæla. Allavegana andleg fullnæging fyrir örvæntingarfullu húsmóðurina.

Vikan var klikkuð. Aftur. Man varla eftir henni. Er að koma niður frá þessari kennslu klikkun og finn að taugakerfið mitt er að slakna niður. Sef vel. Gott merki. Erfitt að vera kenna hálfveikur og bryðjandi sobril til að komast í gegnum dagana. Það tímabil er sem betur fer búið. Ekkert sobril núna.

Hápunktur vikunnar var í gær þegar mér fór allt í einu að líða betur. Komst aftur í elementið mitt sem er mín vinna. Að láta fólki líða vel. Í mínu rými (ekki það að aðstaðan á Suðurlandsbrautinni sé mitt rými) þar sem vinnan er mín, mér líður vel með hana, ég stjórna henni, missi ekki fókus og er með þeim sem treysta mér fyrir sér allan tímann. Hverja stroku.

Lágpunktur vikunnar var svona dáldið drive of shame heim frá Mími þar sem ég var ekki alveg nógu sátt við kennsluna mína. Þetta hefði getað verið svo miklu betra.

Finn vel að störf mín verða að hafa tilgang. Líður illa ef það er ekki raunveruleg merking í því sem ég er að gera. 

Namaste.



 

Friday, December 8, 2023

System overload

Computer broken.

Guð minn almáttugur.

Þessi vika.  

Þetta var vika númer hvað 48 á árinu og ég hef ekkert þurft á heilsugæslunni að halda. Var einmitt að hugsa það en stundum gerist það þannig að þá jinxast það. Það allavegana gerði það núna. Hitti þrjá lækna á fjórum dögum. Lyf. Sýklalyf. Er með sýkingar á tveimur stöðum í líkamanum sem ég hreinlega veit ekki hvort lyfin eru að virka á því að ég var með hita í gærkvöldi. Á þriðja degi sýklalyfja. 

Álagið er ekki að hjálpa. Ekki bara álagið í aukavinnunni heldur þessi blessaði lífsbruni og kulnun sem kemur aftan að manni um leið og álag kemur. Álagið er oftast mest heima en svo fær maður ávinninginn af þessu öllu saman (streðinu) þegar maður til dæmis á afmæli. Þá færa þau manni gjafir og ég lifi eins og drottning og þarf ekki að gera neitt. 

Eða að maður sé veikur allt í einu eins og í gær, þá fara þau út í apótekið fyrir mann og redda manni verkjalyfjum.

Hápunktur vikunnar var þegar ég hitti Sunnevu mína sem býr í Svíþjóð og gat boðið henni fínt út að borða. Var reyndar orðin slöpp og hún skutlaði mér til læknis en ég vildi samt hitta hana þó að ég væri í einhverju ástandi af því að ég vil eiga þannig vini að það sé OK að vera dáldið off stundum. 

Lágpunktur vikunnar var kannski í gær þegar ég var á leiðinni að kenna. Þá leið mér ekki vel. Er líka búin að vera veik alla vikuna og datt svo í hita eftir kennsluna. Þetta var nýr hópur og ég vissi að hann var stór. Það mættu alveg 17 manns. Var líka eitthvað nervous yfir því. 

Er farin að vera meira í hjartanu. Þá blessast þetta allt.

Namaste.


Friday, December 1, 2023

Reply guy

Mér finnst mjög skrýtið að sitja hérna á föstudagsmorgni aftur af því að vikan þaut hjá eins og ég veit ekki hvað. Léttur gustur kannski, ekki hvirfilbylur allavegana sem er nú ágætt.

Ég kláraði bókina Kjöt eftir Braga Pál. Ég átti erfitt með að klára hana þar sem hún er dáldið grotesk og hvað gerir maður á tækniöld annað en að fara á Twitter á ákalla höfundinn sjálfan. Bað hann um aðstoð. Viti menn, hann svaraði.

Ómeðvitað er ég farin að flokka fólk í ruslflokk sem svarar mér ekki á Twitter. Fáranlegt, ég veit og það hljómar hræðilega. Andleg vera eins og ég ætti ekki að vera í egóinu. There is no I. Það er tveir (þrír) karlmenn sem hafa ekki svarað mér á Twitter. Einn þeirra var í sama námi og ég í háskólanum og mér finnst hann stundum fyndinn. Sendi honum skilaboð og boðsmiða um að koma yfir á góða staðinn, bláa skýið með einhverjum skilaboðum og hann svarar ekki. Þetta er líka svona gaur sem like-ar ekki comment alltaf og æ mér finnst það segja allt um hann. Er ótrúlega pirruð yfir að hafa verið skotin í honum einu sinni. Svona gaurar voru einu sinni mín týpa en núna OJ, beint í ruslflokk með ykkur. Svo er einn annar sem var einu sinni rappari sem ég commentaði nokkrum sinnum hjá en hann svaraði aldrei. Skil ekki svona fólk. Svo var ein fræg sem setti status um að hún væri reply guy hjá honum og hann fagnaði þessu stórkostlega. Kannski þekkjast þau, hvað veit ég og það sem meira er, hvað kemur það mér við og AF HVERJU er ég að tala um þetta?

There is no I.

Annar maður sem svaraði mér í vikunni var uppáhalds artistinn minn Birnir. Viðurkenni fúslega að ég fór að skæla. Er ekkert nema hormónarnir þessa dagana.

Er á hormónauppbótameðferð vegna breytingaskeiðsins en líður svo fáranlega að ég er farin að stórlega efast um að ég sé að gera rétt með að vera á þessari meðferð. Og þó. Eftir samráð við stórvin minn og trúnaðarmann Baldur sem vílar sér ekki við að hafa grátandi kvenmann á meðferðarbekk hef ég ákveðið að prufa að hætta á lyfjunum úti á Tenerife, þið vitið, í sólinni. Þarf svona eiginlega einhver lyf til að lifa af myrkrið þangað til. 

Eða sko, ég sagði honum það. Hann stakk upp á að hætta strax á hormónum. Að það væru aðrar náttúrulegri leiðir til. Langar svo að hafa kraftinn til að sökkva mér í það.

Var með ýmis verkefni í vikunni sem ég komst ekki í vegna anna. Það er vaskurinn í dag gott fólk. Vaskurinn!

Hápunktur vikunnar var í gær þegar ég kom mér í yogatíma kl 18:20 hjá Talyu í Art of yoga. Stórsigur hjá mér.

Lágpunktur vikunnar var líka í gær þegar ég var skælandi út af sjálfsvorkunn á bekknum hjá Baldri.

Oh well. Áfram gakk!

Namaste.


Friday, November 24, 2023

Ó þvílík gleði..

.. það er að labba inn á bókasafnið og ramba á einmitt réttu bókina fyrir þig.

Jojo Moyes og þessi bók er einmitt það sem ég þarf til að koma mér í gegnum næstu tvær vikur. Elska létta breska húmorinn, fléttuna og hvernig höfundinum tekst að láta mig hlæja og hversu miklar feel good bækur þetta eru alltaf hjá henni. Elska líka að lesa gellubók með glimmernöglunum mínum:)

Einmitt það sem ég þurfti. Hef verið að hlusta á Kjöt eftir Braga Pál á Storytel og jú hún er góð og fyndið en er orðin bara frekar grotesk og erfið núna. Smá erfitt að halda áfram með hana, manni svona hálfkvíðir fyrir að halda áfram að hlusta.

Vikan er annars búin að vera það annasöm að hún hefur eiginlega flogið í burtu. Það er svona að vera í tveimur vinnum.. Fékk tvo nýja nuddkúnna og hef nóg á minni könnu. 

Hápunktur vikunnar var þegar ég hitti Tinnu í gærkvöldi. Við fórum á Yndisauka og fengum okkur te. Yndislegt auðvitað. Pössuðum auðvitað vel upp á að te ið væri koffínlaust.

Lágpunktur vikunnar er kannski núna þegar mér er illt í kálfunum. Það er svo vont að vera með harðsperrur í kálfunum. Þarf að sinna þessu í dag. Er eitthvað að finna svo mikið fyrir því að ég er ekki 27 ára. Já, eða 37 ára...

Namaste.

 

Friday, November 17, 2023

Áfengi er höfuðeitur mannkyns

Af öllu dópinu er áfengið verst. Kalt mat.

Held að skaðinn sem áfengi hefur gert sé stórkostlegur. Morð, glæpir, slys, nauðganir, árekstrar, framhjáhöld, sundrung fjölskyldna.

Mér finnst ekkert meira óaðlaðandi en drukknar mannverur. Hata áfengi.

Því miður eru ekki allir þannig gerðir að geta fengið sér drykk og notið og búið. Margir eru þannig. En svo eru það hinir þar sem áfengið er vandamál og manns allra verstu minningar eru þegar makinn manns drakk of mikið.

Ji, hvað Svavan er skemmtileg í dag. Sorry með mig.

Vikan var annars annasöm. Sérstaklega í nýju vinnunni minni. Hver vissi að "gruz", "san" og "trash" væri það sem ég ynni með og það sem halaði inn seðlunum á þessu heimili. Já og "vaskurinn." Ekki ég allavegana. Skrýtið að vinna með tölur heima hjá sér og vera að fara kaupa skrifborðsstól í Pennanum á mánudaginn.

Hápunktur vikunnar var þegar ég hitti hinar geimverurnar í smá stund á miðvikudaginn. 

Lágpunktur vikunnar er núna þegar ég er orðin valdur þess að maðurinn minn fer ekki út í kvöld með vininum þar sem alltaf er áfengi.

Þarf allt að vera vín?

emf (bara eitthvað pirrað hljóð.)

 

 

Friday, November 10, 2023

quod me nutrid

Í fyrsta skipti hér þýði ég yfir frá latínu en þetta þýðir það sem mig nærir. Begga vinkona er með þetta tattúerað á framhandlegginn.

Allavegana, er orðin eitthvað voða viðkvæm fyrir því sem mig nærir. Er aðallega að tala um fréttir og samfélagsmiðla í þessu samhengi. 

Veit að margir bara sleppa því að horfa á fréttir. Þær koma viðkvæmum sálum eins og mér iðullega úr jafnvægi. Ég hef ekkert sérstaklega gott af því að sjá myndir af dánum börnum í feedinu mínu eða æsing út af jarðskjálftum. 

Margir í kringum mig, eiginlega allir nema fjölskyldan mín og ólíklegasta fólk hreinlega er að notast við sveppi í lækningarskyni. Veit um fólk sem heldur svona kvöld rétt fyrir utan borgina og fólk sem fer á svona kvöld þar sem ákveðið magn er tekið inn. Fólk fer á tripp og afleiðingin er frekar góð eftir því sem mér best sýnist. Fólk verður zen-aðra, sáttara en um leið opnara og þegar ég hugsa um það þá er þetta fólk ekkert sérstaklega að setja ljósið sitt á fréttir. (Þessi kvöld eru búin á miðnætti svo ég er ekki að fara.)

Flestir geta horft á kvöldfréttir og farið svo að sofa. En það er einhver gerjun í gangi finnst mér. Manneskjur eru að opnast og hreinlega geta bara ekki horft á vondar fréttir og lagst svo á koddann og sofnað. 

Finn að fólk tekur það sem er að gerast í heiminum sífellt meira inn á sig og það er gott og vont að mínu mati. 

Hver og einn verður að finna út fyrir sig hvað það er sem nærir andann. Því að friðurinn hefst hér, innra með okkur. Svo breiðum við honum út. 

Vikan var skrýtin og óvanaleg. Var slöpp sem ég kann ekki. Geri hlutina bara samt. Skrýtið. Gærdagurinn var óvenju annasamur sem er óvanalegt. Hafði ekki einu sinni tíma til að fara inn á bláa skýið sem er staður sem ég hangi stundum á. 

Hápunktur vikunnar var þegar ég hitti gamla vinkonu og við töluðum og mösuðum. 

Lágpunktur vikunnar var þegar ég var veik. Stórundarleg líðan. Sjálfsvorkunn næsti bær við.

Namaste.

Friday, November 3, 2023

glimmer

Vil að það sé skjalfest að ef ég vinn í lottóinu eða verð rík einhvern tímann þá verður eitt af mínum fyrstu verkum að ráða stílista fyrir mig.

Sansinn fyrir stíl og tísku og hvað er í móð hvarf í kringum fertugt og ég er fullkomlega umkomulaus þegar kemur að útliti. 

Álít það einn af helstu kostum vinnu minnar að það eru ekki árshátíðir og bjórkvöld. Það er því miður þannig að ég mér líður allra best heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar. En nei, maður skáir sig í nám og hvað gerist annað en árshátíð (!) Yfirskriftin er glimmer og þar kemur vanmáttur minn fram. Það sem gerði útslagið á að ég ákvað að fara er að Helga Braga kemur og skemmtir. Mér finnst hún æði svo ég ákvað að skella mér. Þetta er nú ekki fyrr en um miðjan mánuðinn svo að ég hef smá tíma til að átta mig og undirbúa mig andlega. Sem er gott.

Vikan er búin að vera óvenjuleg og viðburðarík. Hrekkjavakan og heimsókn til nýrrar vinkonu sem á heima í Stóragerðinu sem var sérstakt af því að ég sat og rifjaði upp gamla tíma úr hverfinu á meðan ég sat í sófanum. Mig minnir að fyrsti sleikurinn hafi farið fram á efri hæðum á þessu fjölbýlishúsi með einhverjum af bekkjarbræðrum mínum. Það hét ein mínúta í helvíti þá. Hehehehehe.

Hápunktur vikunnar var þegar ég fór á skauta með 10 ára dóttur minni og vinkonum hennar í vetrarfríinu og rifjaði upp gamla takta. 

Lágpunktur vikunnar er ekki prenthæfur. 

Þannig er nú það. Það er sérstakt að vera komin á þann aldur og á þann stað að maður áttar sig ekki einu sinni á því að það sé airwaves fyrr en maður sér það á instagram. Hmmm..

Í dag föstudag er ég að fara arka niður í bæ á trommuhring. Öllu jafna myndi fólk flokka það sem kósý og auðvelt en einhver gerjun er í bakinu og hálsinum og ég vorkenni sjálfri mér fyrir að þurfa að sitja á púða með bakið beint. Akkúrat núna virðist það mér ofviða.

Góðar stundir gott fólk.

Namaste.


Thursday, October 26, 2023

Lögmál aðdráttaraflsins

Mér er það fullkunnugt að undirrituð eyðir of miklum tíma á samfélagsmiðlum. Já, ég veit.

Fór nú samt og skellti "fylgja" á Instagram á eina leikkonu sem veitir mér mikinn innblástur. Hún er alltaf svo létt og glöð og almennt séð góð orka í kringum hana. 

Brá dáldið þegar ég sé að hún setur eiginlega eingöngu inn sláandi fréttir af stríðinu á Gaza. Óréttlætinu, hryllingnum. Datt í hug að senda henni skilaboð í gær og minna hana á að allt sem hún veitir athygli vex og dafnar. Ef þú setur ljósið þitt á stríð heyrir alheimurinn stríð. Það var nú auðvitað eitthvað sem stoppaði mig og ég sendi henni ekki skilaboð. Er að reyna að hætta að senda skilaboð á frægt fólk sem ég þekki ekki. 

Athyglin ætti auðvitað að vera á frið og réttlæti. Sá skilti á mótmælum sem Félagið Ísland Palestína stóð fyrir eftir því sem ég best veit fyrir utan utanríkisráðuneytið þar sem á stóð á skilti "stöðvið þjóðarmorðin" eða eitthvað álíka. Alheimurinn heyrir þjóðarmorð..

Allavegana, er búin að vera að spá í rithöfundum enn eina ferðina. Er nú að lesa þriðju bókina í röð eftir Kristínu Eiríks og eins og hjá Auði Övu er ég farin að sjá munstur. Móðirin er alltaf veik þannig að hún heyrir ekki og bablar ringluð út í eitt. Tekur því ekki eftir því hvort dóttirin sé heima eða ekki. Kynsystur mínar eru ekki einar með þetta því dæmi er um karlkyns leikskáld sem skrifar til dæmis alltaf um dauðann. Dauða móður.

Pælið í gáfunum sem felst í því að semja eitt verk og svo bara allt annað verk og engar líkingar þar á milli. Myndi telja það sem snilligáfu klárlega.

Allavegana, vikan er búin að vera frekar niðurdregin. Er búin að vera slöpp og er að fara kaupa covid próf meira að segja. Finnst frekar mikil ábyrgð á mig sett að eiga að fara passa 5 mánaða ömmusnúðinn minn yfir heila nótt. Ég. Ég sem er þekkt fyrir að þurfa að vera komin upp í rúm kl. 22 því þá er ég búin. Fer ekki lengur á viðburði sem eru búnir kl. 22 lengur.

Shiiii...

Hápunktur vikunnar var að hitta gamla og góða vinkonu í einbýlishúsi í Breiðholti. Það var ljúft. Vinkonur mínar eru oftast eins skrýtnar og ég. Venjulegar er allavegana ekki orðið sem kemur fyrst upp í hugann. Dásamlegar samt.

Lágpunktur vikunnar er að hafa verið slöpp að því marki að ég hef orðið pirruð á mínum nánustu. Hef bara verið of þreytt og lasin. 

Undirrituð er:

Svava Ólafsdóttir


Thursday, October 19, 2023

Bókagagnrýni

Mér finnst þetta mjög skrýtið konsept. 

Að gagnrýna. Rýna til gagns frekar.

Er bara voða lítill gagnrýnandi í mér. Var aðeins einu sinni fengin sem prófdómari í nuddskólanum eftir útskrift því ég gat bara alls ekki sagt eins og var að nuddið var ekki gott. Er allt of mikill empath til þess. Vildi að strákurinn færi út úr prófinu líðandi vel og lét Finnboga meistara um gagnrýnina. Var ekki beðin um að koma aftur.

Hef sem sagt verið að lesa bækur eftir Kristínu Eiríksdóttur mér til gamans. Fyrst Tól og nú Hvítfeld

Eins og í bókum Auðar Övu þar sem aðalpersónan er oft svipuð týpa er ég að rekast á það sama hjá Kristínu. Sama munstur. Hórdómur og fíkn. Hörmulegir foreldrar. Aðalpersónan nær að aftengja líkamann og sál á meðan hörmungarnar ganga yfir og gera kynlífið vélrænt. Dauði móður er vendipunktur. Mæðurnar svipaðar í báðum bókum. Áttu í rauninni ekki til athygli fyrir dóttur sína. Örvæntingafullar konur með fíkn. Fíknin annað hvort lygar eða fíkniefni. Ómögulegir feður sem eru ekki til staðar fyrir börnin sín. Flótti ömurleikans. Eins og sálfræðingur Jennu bendir á þá skilar skömm foreldrana sér í frumunum til næstu kynslóða. Þess vegna lýgur Jenna. Til að fegra gráan raunveruleikann. Skiljanlegt að mörgu leyti.

Vikan var líka einmanaleg og grá hjá mér. Finnst eins og alheimurinn sé að sjá mér fyrir nægum alone time fyrir helgina en þá verð ég umkringd konum alla þrjá dagana.

Markmiðin voru fá og eru langvinn. Er til dæmis að hlaða myndum úr fjölskyldualbúminu inn á Dropbox til að nýta þá fjármuni sem ég greiði fyrir forritið. Það er langtíma markmið. 

Lágpunktur vikunnar var þegar ég gerði mér ferð alla leið í Kópavoginn í þeim eina tilgangi að losa sorp. Sem sagt pappír í pappírsgáminn. Þeir eru oftast allir fullir hér í Hlíðunum.

Hápunktur vikunnar var þegar Talya yogakennari, sú góða kona, skutlaði mér heim eftir æfingu á þriðjudagskvöldið. Þvílíkt heimilisleg stöð. Játaði allar mínar syndir og svo hlógum við og hlógum. 

Enda er þetta líf ansi fyndið á köflum.

Namaste bitches.

 

Friday, October 13, 2023

Utter and complete bullshit

Ég veit fullkomlega vel að ég eyði of miklum tíma á samfélagsmiðlum. 

Í gær sá ég samt eitt sem mig langar til að hefja þetta á blogg á. Man nú ekki hvar ég sá þetta myndskeið, kannski snapchat. Allavegana, þarna var rakin sorgarsaga áhrifavalds. Ung kona sem hafði mörg hundruð þúsund fylgjendur. Hún var að sýna frá mataræðinu sínu sem var hráfæði. 

Konan var greinilega of ýkt í þessu mataræði því hún neytti einungis ávaxta og grænmetis og mér finnst eins og hún hafi ekki einu sinni drukkið vatn. Hafði bara svona mikla ofurtrú á hráfæðinu. 

Hún var sem sagt að deyja. 

Það er margt hægt að segja um mataræði og auðvitað ber maður virðingu fyrir þessu öllu saman. Grænmetisfæðinu, vegan, hráfæðinu. Guð má vita að ég hef prófað þetta allt og liðið æðislega vel af þessu þangað til að ég gerði það ekki og blakti eins og lauf í vindi bæði í andlegri og líkamlegri líðan.

Þessa dagana er ég að passa upp á prótínið mitt og borða kjöt með eins miklum ákafa og ég drakk sellerísafa áður. 

Núna skil ég pabba minn sem orðaði það svo vel þegar, í einhverju matarboðinu þar sem ég var með einhverja slettu af grænmetisborgara eða álíka lágu næringargildi á disknum mínum en þau með dýrindis kjötkrásir á sínum:

"Ég vorkenni þér."

Núna fæ ég mér kjöt á hverjum degi og elska það. Ég er dýr sem borða dýr og staðreyndin er sú að líkaminn minn lifir ekki á einhverjum blómkáls lufsum og kartöflum einum sér og b12 dropum til að bæta upp fyrir vítamínskortinn.

Er orðin núna eins sterk í mér og þegar ég var ung kona áður en ég byrjaði á öllu þessu kjaftæði. Trúði samt eins mikið á öll þessi mataræði þá og ég trúi á kjötætulífstílinn núna.

Allavegana, vikan var alls konar. Ævintýragjörn og skemmtileg. 

Hápunktur vikunnar var þegar ég var á Free your voice cacao seremoníu í gær og átti að líkja eftir hljóðvíbringnum í uppáhalds ávextinum mínum. 

Ætli það hafi ekki líka verið lágpunktur vikunnar fyrir ykkur sem mynduð aldrei fara á cacao seremoníu;)

Svavan er beinskeytt í dag. Mér til varnar þá er ég reyndar að muna eftir mörgum flottum konum sem ég ber mikla virðingu fyrir og eru á hráfæði, vegan, grænmetisfæði eða öðru. Þeim er öllum fyrirgefið með ást og virðingu. Karlmenn hins vegar bjarga ekki heiminum með næringargildi soðinnar grænmetislufsu í sinni og sálu.

P.s. auðvitað var hápunktur vikunnar þegar Bjarni Ben teflon panna sagði af sér ráðherrastól. Svona mikil spilling var ólögleg en hvað gerist á þessu landi annað en það að hann fer á annan stól og heldur sínum spillingardans áfram.

Boom.


Friday, October 6, 2023

Bogahlíða árin

Mig dreymdi Bogahlíðina í nótt. 

Það er að segja fyrstu íbúðina mína. Þegar lífið hófst að nýju. Með frumburðinum mínum. 

Við áttum svo góð ár þarna ég og Óli minn. Við áttum heima í Bogahlíðinni í 10 ár og íbúðin kemur oft til mín í draumi. Ýmist dreymir mig að ég eigi hana ennþá og er að vandræðast með leigjendur eða þá bara eitthvað random annað eins og í nótt að útidyrahurðin hangi ekki alveg rétt í karminum. Þá hringdi ég í Svan. Í draumnum. 

Þetta voru í raun bestu ár lífs míns. Ein, reyndar einmana, í háskólanum og lifandi lífinu. Háskólalífið var skemmtilegt fyrir unga og einhleypa konu og naut ég góðs af því að vera stundum ein heima þegar Óli var hjá pabba sínum. 

Staðsetningin er líka fín. Var með útsýni beint upp að MH sem er smá skondið af því að öll mín ár í MH var borðið mitt, þ.e.a.s. þar sem vinahópurinn minn hékk í frímínútum og götum í beinni sjónlínu við hornið á Hamrahlíð og Bogahlíð þar sem íbúðin vísar að Hamrahlíð.

Bogahlíðin hefði samt aldrei gerst nema fyrir tilstilli móður minnar sem lánaði mér fyrir útborguninni. 

Ég er henni að eilífu þakklát fyrir allt sem hún hefur gefur mér og heldur áfram að gefa mér. 

Hún veit að ég er hennar þjónn á efri árunum. 

Namaste.

p.s. ég fór í gusu aftur í gær föstudag og var þess heiðurs aðnjótandi að Emiliana Torrini var líka þarna. Vá hvað hún er flott kona. Að sjálfsögðu hélt ég í mitt þema sem er að láta þá vita sem heiður eiga skilinn að ég væri aðdáandi og að hún væri frábær söngkona. 

Þetta er önnur vikan í röð sem ég geri þetta. Aftur skil ég mig ekki alveg varðandi þetta. Svona hlutir gerast bara. En hver ætli það verði í næstu viku? Hvað ætli ég segi?

Kveðja, 

ein óútreiknanleg

Friday, September 29, 2023

Tól

Vikan byrjaði á stórkostlegri uppgötvun. 

Elska hvernig alheimurinn færir okkur alltaf þangað sem við eigum að vera og þurfum að fara. Mér var beint í Art of yoga að hitta vini mína Gumma og Talyu. Átti tíma með Gumma kl. 09 á mánudagsmorguninn og kom þangað sveitt blóði drifna slóð. Jú, blóðug vika. Blæðingar skæðingar.

Gummi fræddi mig um öndun að því marki að ég tók öndunaræfingar snarlega út úr morgunrútínunni minni. Það er víst ekki svo gott að byrja daginn á að ofanda.. Eitthvað í sambandi við hemoglubin og blóðrauða (þarna þurfti ég að leggjast á dýnuna) og magn koltvíoxíðs.. Fékk hjá honum flott æfingarprogram sem ég er að fara eftir núna. Gummi og Talya eru yoga þerapistar með áratugalanga reynslu og Gummi var búin að spotta mín vandamál varðandi brjóstbakið mitt. Er víst of hokin (í lífinu hugsaði ég..)

Allavegana, blæðingarnar eru búnar að vera þannig að ég er fegin að hafa verið að vinna sem minnst. Vikan var róleg en viðburðir hlóðust allir á einn dag eins og stundum vill verða. Ég var fegnust þegar miðvikudagurinn var búinn og svo þakklát Svani fyrir að hafa farið á foreldafund sem ég var bara ekki að meika kl. 08:30. Var líka með fyrsta alvöru Bowen þegann minn sama dag og var bara frekar stressuð yfir að vera að fara krukka í hnénu á góðum manni ef ég á að vera alveg hreinskilin. 

Gærdagurinn var me time dagur. Kom alveg kjörinn þar sem blæðingarnar einhvern veginn jukust bara að þeim punkti að vera óþolandi. 

Í dag er ég að fara í gusu í fyrsta skiptið og er bara frekar spennt! Skarfaklettur here i come!

Hápunktur vikunnar var hálf asnalegt augnablik á sturtusvæðinu í Sundhöllinni þegar ég sá nýja uppáhalds rithöfundinn minn blásaklausa að fara í sturtu. Við vorum báðar naktar. Stundum skil ég mig ekki en mér þótti sjálfsagt að stoppa konuna af, spyrja hana hvort hún væri ekki örugglega sú sem ég hélt að hún væri og þegar ég fékk það staðfest að þakka henni kærlega fyrir nýjustu bókina hennar. Tvisvar.

Lágpunktur vikunnar var í fyrrakvöld þegar ég heftaði mig saman í fyrsta skiptið. Bara shut the fuck up. Hold kæft! Nei, ég segi svona. Huti af yoga þerapíunni er að sofa með öndunarplástur en þerapistinn fullyrti ég hlyti að sofa með munninn opinn. Ég hélt nú ekki en hvað veit ég? Öndunarplástur fyrir munninn er það heillin næstu nætur. 

P.s. fór á bókasafnið í síðustu viku og varð mér úti um tvær bækur sem ég hafði ætlað mér að lesa. Á ekki eftir að vera í vandræðum með að lesa Tól í 14 daga útláni. Er strax orðin hálf leið á að ég er búin með helminginn sirka. Þetta er bók sem ég tími varla að klára. 

P.p.s. er að farin að finna á mér daginn fyrir fullt tungl að það sé að fyllast. Fann skyndilegan óróleika og óþol í mér allri á ákveðnum tímapunkti seinnipartinn í gær. Hafði ekki hugmynd um hvenær næsta fulla tungl væri en bara vissi að það myndi vera í dag. Finn yfirleitt á mér full tungl deginum áður.

Nú skal sleppt tökunum og setja ásetning.

Húha.



Friday, September 22, 2023

Ást Fedru

Loksins gott leikrit!

Hef nú reyndar ekki verið að fara mikið í leikhús undanfarið en vá, þetta var æði.

Get ekki hætt að hugsa um hvað Margrét Vilhjálmsdóttir er mikil drottning. Vá hvað hún er flott. Þuríður Blær er líka flott og allir leikararnir en Margrét.. hún hefur bara eitthvað við sig. Einhverja töfra. Leikhústöfra. 

Elska þegar hún kom í Vikuna hjá Gísla Marteini og það kom í ljós að þeir karlmenn sem voru með henni í þættingum viðurkenndu allir að hafa verið skotnir í henni alla tíð.

En þannig áhrif hefur hún á fólk held ég. Þeir voru allir skotnir í henni. 

Það er eitthvað við þetta rauða hár og bláu augu og orkuna hennar sem sogar að. Noregur er heppið að hún býr þar núna. Veit reyndar ekkert um það, hún sagði bara hjá Gísla Marteini að hún byggi þar núna ásamt manni sínum. 

Umgjörð leiksýningarinnar var líka svo flottur og hrár. Elska hvernig þau blönduðu nútímanum við leikstykkið og gerðu það að sínu.

Hefði ég vitað hversu mikið kynlíf yrði á sviðinu hefði ég kannski ekki farið með móður minni en vá, takk fyrir mig!

Vikan var: kaotísk og klikkuð. Get ekki bloggað um það.

Náði öllum markmiðunum nema að ég á eftir að finna út úr einhverjum atriðum varðandi chiagraut..

Namaste motherfuckers (skírskotun í leikritið.)



Friday, September 15, 2023

Eden

Kláraði bók eftir uppáhalds rithöfundinn minn í vikunni. 

Ég elska ritstílinn hennar. Setningarnar koma út fullunnar. Aðalpersónan sem er oftast kona, er svo afslöppuð að ég finn enga streitu í henni. Þegar hún talar þá er það fullunnið sem kemur út. Það eru engin hik eða biðorð. 

Aðalkarakterinn er sem fyrr segir oftast einhleyp eldri kona, afslöppuð, er stundum næturugla og er eitthvað að brasa út í garði þegar hún finnur ekki svefninn. Hún vinnur ástir ungs manns sem er hrifinn af henni og þau eiga saman ástarævintýri. Ætli hann sé ekki á bilinu 22 - 25 ára. 

Það sem ég elska mest við bækurnar hennar er viskan sem virðist búa í sérhverri setningu. 

Bravó Auður Ava. Fimm stjörnur.

Vikan var frekar ruglingsleg. Var bara eitthvað ringluð í hausnum. Ætli það kannski gerist á mínum aldri að það verður erfiðara að læra. Var á helgarnámskeiði síðustu helgi og inboxið (heilinn minn) fylltist. Gat svo ekki uploadað fleiri upplýsingum. Var svo bara ringluð eiginlega þangað til í dag föstudag. Þá skýrðist allt. Það er reyndar nýtt tungl í dag. Það var alla vikuna að tæmast.

Djók.

Markmið vikunnar tókust öll. Þurfti að redda nýjum lyklum að aðstöðunni fyrir nýjan meðleigjanda, fór á Sorpu loksins og les mér til í Bowen fræðunum alla daga núna.

Bowen virkaði allavega svaka vel á mig.

Namaste.
 

Friday, September 8, 2023

Alvöru þakklæti

Skráði mig sjálfviljug á námskeið sem ég er núna á. 

Bowen. Nuddtækni.

Það er frá kl 9 - 17 þrjá daga í röð. Nú er hádegishlé á degi eitt.

Ég held að ég sé að deyja. Þetta er of mikið álag fyrir taugakerfið mitt.

Já eða ég ætti að hætta að fá mér kaffi á fastandi maga og vera svo rosa hissa að vera of stressuð.

Jesús. 

Ég er svo þakklát fyrir lífið mitt dags daglega. 

8 klukkutíma dæmi er dauði og djöfull fyrir viðkvæma mig.

Sjálfsvorkunn er ég. Sjálfskaparvíti líka. 

Þetta er samt mjög áhugaverð tækni. Langar að gefa Bowen og þiggja Bowen. 

P.s. fékk viðreynslu. Ekki eins gaman og ég hélt.



Thursday, August 31, 2023

Martraðakennd vika í blokkinni

Ég á bágt með þegar fólk sýnir ekki af sér samhyggð.

Kona á efstu hæð í blokkinni sem ég bý í keypti nýja þvottavél. Sú ákvörðun átti eftir að hafa afleiðingar því konan tók ekki einhverja klossa af svo að vélin hoppaði og skoppaði og sleit kaldavatnslögn með þeim afleiðingum að vatn flæddi um íbúðina, gussaðist niður stigaganginn og niður í íbúðina fyrir neðan. 

Konan hafði farið út og var ekki heima þegar þetta gerðist seint á sunnudagskvöldið. Kl. 22:22 var dinglað og allt í uppnámi.

Svona hófst vikan. Blessuð konan og vinkona mín sem á heima fyrir ofan mig og fyrir neðan konuna með þvottavélina þurfti að flytja út með fjölskyldunni sinni vegna þessa á stórafmælinu sínu. Þau eru núna að glíma við vatnstjón eins og við.

Vikan hófst sem sagt á því að karlmennirnir í stigaganginum voru að moka vatni fram á nótt. Menn frá Afltak voru að kasta niður parketi og gólfefni af efstu hæðinni allan mánudaginn.

Viftur voru settar af stað og hafðar í gangi allan sólarhringinn. 

Ég spyr, hvar er afsökunarbeiðni og samhyggðin frá þvottavélakaupandanum sem er jafnframt formaður húsfélagsins? Hún býr ekki hérna lengur heldur rekur gistiheimili í íbúðinni sinni. Það að fimm manna fjölskylda hafi þurft að flytja akút út virðist ekki hreyfa við henni. Á engan hátt. Hún hefur bara ekki talað við þau eftir því sem ég best veit.

Gærdagurinn (miðvikudagur) var verulega erfiður þar sem píparar voru að bora allan daginn, meðal annars í okkar íbúð. Það var reyndar þessu ótengt.

Ég er ekki gerð fyrir svona læti. Þar fyrir utan var fullt tungl og Merkúr í retrogade, ég með PMS og er náttúrulega HSP með OCD. Hafði líka ekki sofið vel.

Núna er vatn enn að seytla í steypunni. Ég finn það á lyktinni. Inni í svefnherberginu. Það er komin fúkkalykt inn í svefnherbergin okkar og mér líður ekki lengur vel heima hjá mér.

Ekki gott.

Ég veit að þetta er með öllu húmorslaus pistill vikunnar en því miður. Húsfreyjan er í uppnámi.

Markmið vikunnar var: ekki hugmynd, allt á floti.

Hápunktur vikunnar: þegar Svanur stóð sig eins og hetja og fór beint í vatnslekamálið. 

Lágpunktur vikunnar: þegar ég hvæsti á saklausan pípara HVENÆR FARIÐI án þess að segja orð á undan og var eins og samanherpt grátt þrumuský í framan.

Nei sko. Ég er að lesa um samhyggð í bók mánaðarins Bókin um gleðina þar sem Dalai Lama og Desmond Tutu erkibiskup er fylgt eftir. Samhyggð skiptir öllu máli samkvæmt þessari ágætu bók.

Held að ég hafi náð að koma þvottavélakonunni í skilning með líðan mína áðan þegar ég drap hana næstum með augnaráðinu einu saman. Einhvers konar steypulykt er komin inn í svefnherbergið mitt og mig langar ekki að sofa heima hjá mér. Ég sendi henni líka reiðipóst um kvöldið. Ég veit, ekki mín fínasta stund.

Þvottavélakonan hefur ekki beðið neinn afsökunar af gáleysi sínu. Henni virðist vera slétt sama. Heyrst hefur að hún er með parketprufur þar sem ætlar að gera upp íbúðina í leiðinni. Taka Pollyönnu á þetta. Á Facebook síðunni sinni virðist vera að hún hafi meiri samúð með hvölum en nágrönnum sínum. Var ég búin að minnast á að fimm manna fjölskylda þurfti að flytja akút út?

Allavega, namaste eða eitthvað. 

p.s. auðvitað bað ég píparann afsökunar, er ekki alveg búin að vera eingöngu í gremjunni alla þessa viku. Bara 99%.


Friday, August 25, 2023

Garðkannan

Ég ringlaðist óvart með garðkönnuna.

Er að grípa inn í og snúa sjálfri mér aftur að eigin garði.

The gras isn't greener on the other side. Its greener where you water it. 

Er með mjög góðan vökva í minni könnu. Nóg af ást og ljósi.

Það bara er ekki grænna hinu megin. Ég veit það alveg. 

Því sný ég mér alveg að mínum garði og ausa allri minni athygli og hlýju að þeim sem eiga hana skilið.

Vikan var viðburðarík. Skólinn er byrjaður aftur hjá krökkunum og ég elska það.

Verkefni vikunnar var:

A) fara í cranio til Baldurs. Ég fór og það var æði. Baldur er með aðstöðuna við hliðina á minni á Suðurlandsbrautinni og er mest chill manneskja sem ég veit um. Heilari af guðs náð. 

B) fara í yogatíma í Art of yoga. Ætlaði að fara á morgun en hringdi sem betur fer áðan og stöðin er lokuð þar sem þau eru erlendis en hún opnar aftur í september. 

C) Sorpuferð. Fer á morgun. 


Friday, August 18, 2023

Þú mátt kyssa brúðurina...

... en í guðs bænum virtu mörk hennar.

Ætli hjónaband sé ekki eins og að eiga barn. Það besta í heimi en jafnframt það allra erfiðasta. Þegar það er gott er það best en þegar ekki er það hræðilegt. 

Fyrir highly sensitive manneskju eins og sjálfa mig sem þarf mikinn tíma ein og í friði getur tekið á að vera með manni í hjónabandi sem er ekkert eins og ég og er með þarfir og væntingar og vesen.

Þegar við giftum okkur var ljóð í einu kortanna sem við fengum í veislunni sem mér er hugsað til núna. 

Eitthvað í sambandi við að vera í veröldinni hálf manneskja en með öðrum heil.

Ekki vil ég valsa um hálf manneskja í veröld þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál. Það er samt djöfull erfitt að vera heill stundum. 

Vikan var alls konar, vinnusöm og ekki. Mikið á lífið eftir að breytast mikið í næstu viku þegar skólinn byrjar.

Markmið vikunnar var meðal annars að fara í hot yoga. Það var fínt en ég var rosa svekkt yfir hvað ég er stirð. Var hot yoga queen fyrir ekki svo löngu. 

Hápunktur vikunnar var þegar ég dansaði í náttúrunni á tánum í gær hér á Snæfellsnesi þar sem árleg veiðiferð fjölskyldunnar var um helgina. 

Lágpunktur vikunnar voru nokkur skipti þar sem orkan mín tæmdist og ég varð óhóflega þreytt. Maður og barn sjúga stundum úr mér orkuna:(

Friday, August 11, 2023

Um hafnanir og aðrar bölvanir

Hlustaði á áhugavert podcast um daginn.

Hlusta nú vanalega ekki á podcast Begga Ólafs en mér fannst viðmælandinn áhugaverður. Það var Sólrún Diego sem varð þess valdandi að matarsódi seldist upp í Bónus hér um árið. Það var eitthvað sem kallaði á mig að hlusta á þáttinn. 

Sólrún segir frá því að faðir hennar hafi ekki verið inn í myndinni í hennar lífi. Hann hafi svona eiginlega bara gengið út og skilið þær mæðgur eftir. Hún talar um að þessi fyrsta höfnun hafi undirbúið hana fyrir hinar ýmsu hafnanir síðar á lífsleiðinni. Að hún sé til að mynda orðin næstum ónæm fyrir skítkastinu og Gróu á leiti sem hún lendir stundum í.

Þegar ég var í 9. bekk varð ég þess áskynja að strákarnir sýndu mér ekki áhuga. Þeir sáu bestu vinkonur mínar með stjörnur í augunum en horfðu í gegnum mig. 

Þetta fór alveg með mig. Sérstaklega þegar strákurinn sem ég var mest skotin í sagði eitthvað um mig sem ég átti ekki að heyra. Ekkert alvarlegt. Hann sagði bara strák sem hafði dregið nafnið mitt úr pottinum fyrir date ballið að hann færi nú ekkert að fara með Svövu á ballið heldur frekar annarri. 

Ein setning. 

Í kjölfarið á þessari fyrstu höfnun hafnaði ég næstum því sjálfri mér. Ég fór að deyfa sársaukann með vímuefnum. Eftir fylgdu 8 ár af rugli. Oft gaman. Oft ekki.

Pældu í því hvað útlitið skiptir miklu máli. 

Allavegana. Ólíkt Sólrúnu Diego á ég oft erfitt með hafnanir ennþá. 

Til allrar hamingju er einn karlmaður sem hafnar mér ekki og það er Svanur minn. Hann sýndi það og sannaði í vikunni að hann getur allt.

Í þessari glímu við að upplifa mig ósýnilega og útrunna var ekkert sérstaklega upplífgandi að gleymast á bekk í sjúkraþjálfuninni. Það var einmitt það sem var að gerast (kl 16 á föstudegi.) Allir farnir og búið að setja kerfið á. Þegar ég staulaðist framúr og kallaði nafn sjúkraþjálfarans fór kerfið af stað. Er að drepast í vinstra eyranu þar sem hljóðið í þjófavarnakerfinu hækkaði bara og hækkaði. 

Vikan var annars æði.

Pain body: sirka 20%

Markmið vikunnar: fara og kveðja Heiðu frænku í risa zumba partýi með 80s þema. Það var gaman. Á líka að prufa að vera með gerviaugnhár og það er að fara gerast á morgun í gleðigöngunni og í afmælinu hennar mömmu:) Er svo að fara labba inni í gleðigöngunni á gay pride. Sýna Kittý stuðning og ganga með intersex hópnum. Slott 22.

Hápunktur vikunnar var annað hvort hópgangan með 75hard hópnum í Heiðmörk eða zumba partýið.

Lágpunktur vikunnar var þegar sjúkraþjálfarinn gleymdi mér á bekknum og setti kerfið á og fór.

Þessi 75hard áskorun er að gefa. Er mjög þakklát fyrir að vera að taka þátt í henni.



Friday, August 4, 2023

Game changer

Innst inni er ég keppnismanneskja.

Sá hluti af mér hefur verið í dvala í dágóðan tíma en hefur nú verið endurvakinn og heimtur úr helju.

Þegar vinkona mín spurði hvort ég vildi taka þátt í áskorun þá sagði ég auðvitað já.

Hver segir nei við áskorun? 

Þegar hún spurði mig hafði ekki alveg tíma til að kynna mér málið ítarlega og sagði bara já.

Sé ekki eftir því. 

Áskorunin heitir 75 hard og samanstendur af fimm hlutum:

1) Vatnsdrykkja. Maður reiknar út magnið eftir ákveðinni formúlu eftir því hvað maður er þungur. Ég á samkvæmt henni að drekka 2,3 lítra á hverjum degi.

2) 45 mínútna hreyfing úti og 45 mín "hreyfing" inni. Má vera hugleiðsla og svoleiðis. 

3) Lesa 10 bls í fræðiriti eða sjálfshjálparbók.

4) Halda sig við ákveðið mataræði alla 75 dagana.

5) Taka sjálfu (til að sjá árangurinn hlýtur að vera.

Allavega, þessi áskorun kom á hárréttum tíma inn í líf mitt og ég er heils hugar staðráðin í að halda hana út.

Líður betur og finn að þetta gerir mér gott. 

Lets go!!

Búin með 10 daga:)

Friday, July 28, 2023

Viltu vera memm?

Mikið sem þetta var ekkert mál hér áður fyrr.

Í bernskunni, á unglingsárunum þá var þetta bara flæði. Einhver dinglaði dyrabjöllunni og það var ekkert mál. Viltu vera memm? Já.

Síðan þá hafa liðið nokkur líf.

Núna hef ég auðvitað bara slökkt á dyrabjöllunni og dettur ekki í hug að svara þegar heyrist í henni þegar kveikt er á henni. Þetta er til krakkanna og ef til mín .. bara WTF?!

Undanfarið hafa allar vinkonur mínar komið með mjög random "ertu laus eftir hálftíma?" fyrirspurnir. Í flestum tilfellum finnst mér þetta fyndið en í eitt skiptið varð ég pirruð á athyglisbresti vinkonu minnar. Hvernig dettur henni í hug að ég sé laus eftir hálftíma?! Helvítis hippar. Djók.

Í eitt skiptið var vinkona mín bókstaflega fyrir utan húsið og datt í hug að ég gæti komið í göngutúr þá og þegar. 

Æi. Get ekki.

Líður bara svo miklu betur þegar allt er planað og skipulagt.

Þær vita alveg að ég er ekki spontant persónuleiki!

Vikan:

Pain body: 100%

Markmið: hitti manneskju sem ég vildi tengjast, borðaði fisk og er nú að fara kaupa toppa.

Byrjaði í áskoruninni 75 hard sem er game changer. Líst ekkert smá vel á þetta. OCD heilinn minn elskar þetta. Mind you, þetta er gaman núna þegar ég hef tíma í þetta;)


Thursday, July 20, 2023

Rót

Öll erum við með rætur.

Eitthvað úr æskunni og uppeldinu sem er okkur innrætt og eðlislægt.

Þegar ég var að alast upp var kvöldmatartíminn heilagur. Það var óskrifuð regla að hringja ekki eða svara símanum í kringum kl 18:30 eða 19.

Þeir sem gerðu slíkt álitum við vera dónar.

It was heavily frowned upon.

(Það var því mikið sjokk að kynnast Svani.)

Allavega, þess vegna finnst mér svo skrýtið þegar viðburðir eru haldnir kl 18 á sunnudögum. 

Ég bara stressast öll upp og skil ekki.

Kvöldmatarleytið á sunnudögum er heilagasta leytið.

!

Í lengri tíma hefur mig langað í fargufu. Þá er maður á baðfötunum í eins konar hjólhýsi sem er gufa. Því er lagt við sjó, svo fer maður á víxl í gufu og sjóinn. 

Ætlaði að hafa þetta fyrir markmið næstu viku en svo er þetta á sunnudaginn kl 18?!

Allavega vikan var pollróleg fyrir utan miðvikudaginn. Lífið mitt snýst um 10 ára dóttur mína og allt miðast við sumarfríið hennar og vellíðan. 

Markmið vikunnar: socialize og pedicure eða brúnka fyrir gráa fiðringinn.

Afgreiddi socializing dæmið með að fara með vinkonu minni á viðburð. Fór sum sé með Cat (sem er dönsk) á viðburð hjá Móum sem var konur í móum (náttúrunni.) Þetta var hjá klettinum rétt hjá Helgufoss og var kakó seremónía og yoga nidra og hljóðbað og svo fórum við við fossinn og ykkar kona fór að sjálfsögðu útí fossinn líka eins og margar gerðu.

Mikið gott, mikið gaman. Þetta endaði með eldseremóníu þar sem við köstuðum ýmsu á eldinn sem við vorum tilbúnar að losa okkur við (andlegt dæmi.)

Svo fór ég í pedicure í dag.

Það mætti halda að ég væri lukkunnar pamfíll.

P.s. Hvað í ósköpunum er pamfíll?


Thursday, July 13, 2023

Óður til móður

Í heimi þar sem sífellt fleirum virðist vera sama þá er pistill þessi tileinkaður þeirri sem er aldrei sama og heldur alltaf með mér. 

Á gervihnattaöldinni finn ég fyrir aftengingu. Það er svo mikið í boði að sjá og á skrollinu að fólk nennir varla að hittast lengur. 

Eða er það bara ég? 

Það er ein kona sem hefur virkilegan áhuga á vellíðan minni og farsæld og það er móðir mín.

Henni á ég allt að þakka.

Ég vil að þú vitir hversu vel ég kann að meta þig og allan þinn stuðning elsku mamma mín.

Þú ert mikilvæg og þú ert elskuð.

Er svo þakklát fyrir allt og allt sem þú hefur gert fyrir mig og hjálpina í gegnum árin.

Ég væri svo sannarlega ekki hér án þín.

Friday, July 7, 2023

seven!

Talan 7 er heilög fyrir mér.

Orkustöðvarnar eru sjö.

Undur veraldar eru víst sjö. Þarf að kanna það nánar reyndar.

Það er líklegast greypt í minni flestra þegar Monica í Friends var að lýsa "the seven erogenous zones" fyrir Chandler og Rachel:


Ég elska ekki síst töluna sjö vegna þess að líkaminn endurnýjar sig á sjö ára fresti. Við verðum nýjir einstaklingar á sjö ára fresti og ég tengi mikið við það. 

Ég er til dæmis alls ekki sama manneskjan og ég var þegar ég var 21s árs, 28 ára, 35 ára eða 42 ára. 

Mig langar til að segja að ég sé að þrusa í góða bombu þegar ég verð hvað 49 ára. 

Þá verð ég allavega ekki sama manneskjan og ég er í dag. 

Mér finnst ég vera orðin full leiðinleg en er að vinna í því.


Friday, June 30, 2023

Ghost town

Samkvæmt lögmálinu á hver Íslendingur að elska sumrin.

En oft er ein báran stök. (Ég verandi báran.)

Síðastliðin öll sumur síðan ég varð móðir snúast sumrin um að hafa ofan fyrir börnunum. Já og streitufullum fjölskylduferðalögum sem ég er farin að forðast bara.

Það var gaman fyrst. Núna snýst þetta um að lifa sumrin af.

Við Guðrún Halla (10 ára) upplifum okkur eins og við búum í ghost town. Hef reyndar ekki rætt um það við hana en þetta er tíminn þar sem allir eru út um allt og ALLIR vinirnir eru í fríi í útlöndum. 

Mín er búin að vera grátandi leið yfir þessu og sjálf velkist ég um í meðaumkun en nenni ekki fyrir mitt litla líf að fara með henni og actually gera eitthvað. 

Vil að þið hafið í huga að ég brann út fyrir nokkrum árum og er búin að vera með börn undir 10 ára í 21 ár. Er BÚIN að fara í húsdýragarðinn, sundið og allt hring eftir hring eftir hring.

Við erum dáldið þannig við mæðgur að okkur líður best í rútínu.

Bara sirka 7 vikur af engu að gera fyrir 10 ára barnið. 

Ég verð að girða mig í brók.

Friday, June 23, 2023

Tamningin

Í dag eigum við Svanur fimm ára brúðkaupsafmæli. 

Saman í sirka 17 ár.

Við erum orðin vön hvort öðru. Tamningin er complete í báðar áttir. 

Hann veit hvernig ég er og sættir sig við það. Tja, við erum allavega ennþá saman.

Ég veit hvernig hann er og sætti mig við það. 

Það er komið gott protocol í báðar áttir. Þegar þetta gerist er best að gera þetta og svo framvegis. 

Hann er til dæmis farin að þekkja og viðurkenna að oft, mjög oft, þarf ég að vera ein. Það er bara þannig. Ætli hann viti ekki að ef ég fæ ekki að vera ein oft þá verð ég bara of þreytt og það er ekki gott fyrir neinn.

Við vitum hvað er í boði og hvenær og hvenær er best að sleppa takinu og þegja.

Þetta er ágætt. Við erum tamin saman og höfum púslað okkar reitum ágætlega vel saman. 

All is well.

Friday, June 16, 2023

Tinna mín

Loksins.

Loksins hitti ég Tinnu mína í gær og við fórum í sjósund saman.

Tinna er alltaf jákvæð. Hún er alltaf glöð að hitta mig. Hún hefur áhuga á hvað er í gangi í lífinu mínu. Hún lyftir alltaf upp. 

Það er Tinna mín. (Sunneva mín reyndar líka.)

Það er svo mikið við Tinnu sem ég get tekið mér til fyrirmyndar. 

- Hún er ekki á samfélagsmiðlum.

- Hún myndi aldrei eyða tíma í símanum. 

- Hún er alltaf glöð.

- Hún er svona DIY manneskja. Smíðar meira að segja rúm barnanna sinna. 

- Hún er mesti umhverfisverndarsinni sem ég þekki.

- Hún er flippuð.

- Ég get verið ég sjálf í kringum hana.

- Hún er rólegasta manneskja sem ég þekki.

- Hún sýnir mér skilning.

- Hún talar ekki illa um fólk.

- Hún lyftir öllum í kringum sig upp. Brennur fyrir vexti annarra.

- Mér líður alltaf vel þegar ég er búin að hitta hana.

- Við getum verið goofy og silly saman.

- Hún hefur einlæglega áhuga á vandamálunum mínum og kvillum.

- Það er svo róleg orka í kringum hana. Það er aldrei neitt stress að hitta hana.

- Hún er fyrirmynd.

- Hún myndi aldrei glenna sig á samfélagsmiðlum.

- Hún er heimsins besti kokkur.

- Hún er góð manneskja.

- Hún tranar sér ekki fram.

Það var sætast í heimi þegar hún sagðist elska mig í miðju sjósundi. 

Hún veit hversu mikilvæg vinátta okkar er og virðir hana. 

Eins og ég.

Friday, June 9, 2023

Einelti

Bullying.

Manneskjan er skrýtin skepna.

Einhvers staðar inn í okkur mörgum virðist dvelja einhvers konar eineltis skepna.

Frumhvöt fyrir að aðskilja frá hjörðinni. Refsa með útilokun. Því sem særir mest. Að fá ekki að tilheyra. Einangrun. 

Hún birtist í mörgum myndum. Við beitum því og verðum fyrir því.

Einelti finnst alls staðar. Í fjölskyldum, vinahópum, vinnustöðum, í skólanum, á Twitter..

Skil eitt svo lítið. 

Þegar ég var 14 ára var ég ekkert sérstaklega vingjarnleg við nýja stelpu sem byrjaði í bekknum á miðjum vetri. Það má segja að ég lagði hana í einelti. Ég kunni bara ekki vel við hana. Beitti hörðustu aðgerðinni; lét eins og hún væri ekki til. Eitthvað svoleiðis. 

Ætli ég hafi ekki peek-að á þessum árum, vinsældarlega séð. 

Þrátt fyrir allan minn vöxt og samkennd og þá staðreynd að ég er mikill empath þá fæ ég það ekki af mér að einfaldlega senda henni skilaboð og biðjast afsökunar. 

Inn í mér er þarna einhvers staðar 14 ára bully.

Erfitt að skilja það. 




Thursday, June 1, 2023

Léttir


Brian Tracy skrifar um yfirvitundina í bók sinni Hámarksárangur.

Um daginn, 9.mars minnir mig, tók mín yfir. Ég sá auglýsingu um ferð til Bali á vegum súkkulaðisetursins Móa. Myndirnar voru guðdómlegar og þegar heilinn minn sá að hægt var að velja einstaklingsherbergi gerðist eitthvað. Það var þá sem hún tók yfir, yfirvitundin.

Allt gerðist þetta sjálfkrafa, það var ekki ég sem bókaði mig í ferðina og greiddi staðfestingargjaldið. Það var yfirvitundin sem stýrði mér.

Þetta var dáldið svona meant to be. Ég var tilbúin með einmitt þessa upphæð fyrir einmitt eitthvað svona.

Strax daginn eftir fór ég að efast. Innistæðan í lífinu fyrir svona ferð til Bali var ekki fyrir hendi. Sirka 10 daga ferð.

Ég hef líka farið tvisvar áður til Bali! Er eiginlega búin með Bali. Mikill raki, mengað vatn og maður þarf að passa allt sem maður borðar. Guðdómleg birta hins vegar og allt hefur guðlega ásjón. Fróðlegt að fylgjast með Hindú trúarbrögðunum. Það er til dæmis engin hætta á að vera rændur þarna. Allir eru brosandi og glaðir. 

Yndislegt en búið.

Að standa við þessa skuldbindingu mína og borga afganginn og fara aftur alla þessa leið hinum megin á hnöttinn var farið að íþyngja mér. Var farin að hafa áhyggjur af þessu. Aftur, innistæðan var engin fyrir þessari ferð. Langar að komast aðeins burtu en kannski bara eitthvað aðeins nær. Þetta þarf ekki að vera svona dramatískt. 

Það var því mikill léttir þegar ég fékk tölvupóst í morgun þar sem tilkynnt var að búið sé að hætta við ferðina. Efnahagsmálin eru einmitt eitthvað skrýtin bara svona yfir höfuð þessa mánuði.

Ég hafði spurt deginum áður og þá var ferðin ennþá on.

Gaman og gott að vera svona létt. 

Phew!

Thursday, May 25, 2023

Einhvers staðar...

 ... er kona. 

Hana er að finna við strönd. Árbakka. Við stöðuvatn jafnvel.

Hún er umkringd náttúru. Liturinn er grænn. Það eru tré, jafnvel friðsæll skógur.

Hún er með athvarf þarna og dvelur í skemmri eða lengri tíma í bústað rétt hjá. 

Hún fær nóg af súrefni, nægan frið.



Einhver daginn verður þessi kona ég.

Friday, May 19, 2023

There will be no more pleasing...

... to those who do not care back.

Plögun.

Þessi vika hefur einkennst af plögun. Samviskubiti. Af hverju er ég með samviskubit yfir manneskju sem virðist vera alveg sama um mig? Sérstaklega af því að hún vill bara að ég mæti þegar hún býður mér á event sem hún er að halda en virðist ekki hafa áhuga á að hitta mig hina dagana. Hitt skiptið var verra. Þá var alvöru pressa.

Við vorum bestu vinkonur. Ég mun seint skilja fólk sem fer í gegnum fólk. Enn og aftur rifjast upp lína úr þáttunum Beverly Hills 90210. Í þetta skiptið er það sena þar sem Brandon segir við Kelly: "You go through people. You will go through me too."

Hún hefur oftast horfið út úr lífinu mínu þegar hún eignast kærasta. Þetta er kannski eitt af þeim skiptum. Ég sendi henni skilaboð fyrir nokkrum mánuðum um að ég hefði fréttir. Hún svaraði ekki en setti samt hjarta yfir þessi skilaboð mín. Það var þó eitthvað en sagði allt.

Mér finnst gott að halda í góð og traust gömul vinasambönd. Halda í ræturnar. Þaðan sem maður kemur. Root down deep. Þau skipta mig reyndar miklu máli. Ég var svo ánægð að heyra frá bekkjarsystur minni í síðustu viku sem ég var með í bekk í 10 ár í Hvassaleitisskóla. Frá því við vorum fimm eða sex ára. Hún bauð mér í markþjálfun þar sem hún er að safna tímum í náminu sínu. Ég útskýrði málið fyrir henni og hún benti mér einmitt á að ég sé orðin góð í að virða mörkin mín. Þetta eru þau. Mörkin mín.

Kæra vinkona mín, sem er svo langt frá mér núna þó hún sé reyndar landfræðilega stutt frá, sirka 11 mínútna keyrsla, með unga heita kærastanum sínum sem er fæddur '93.

Fékk sem sagt invite á Facebook í partý sem þau eru að halda saman og brá svo mikið yfir umgjörðinni og stemmningunni allri í kringum það að ég var sirka fimm mínútur að jafna mig. Fór svo, eins og ég geri alltaf þegar mér er boðið í eitthvað sem mig langar ekki að mæta, í gegnum rolodexið mitt af afsökunum fyrir að komast ekki en endaði svo auðvitað á að senda henni skilaboð sem voru á þá leið að ég fengi instant skitusting og kvíða yfir áfengisnotkun. Því það er svo sannarlega yfirskriftin. BYOB - Bring your own booze. Myndin sem fylgdi með invite-inu gaf svo í skyn frekari neyslu. Eða eitthvað. Þarna verður skálað, aftur og aftur, í kvöld. Mikið drukkið allavegana, það er víst.

Ég er komin á þann stað í lífinu að ég nota my emotional guiding system til að leiðbeina mér veginn. Im getting a hard no. Í öll skiptin sem ég hef spurt. Síðasta vísbendingin var í morgun þegar ég vaknaði af værum svefni þakin kvíða yfir þessu. Hitti sameiginlega vinkonu okkar í gær sem plantaði inn samviskubiti hjá mér yfir að vera ekki að fara. Ég man ekki einu sinni hvenær ég vaknaði í kvíða síðast. Jú, það var þegar ég var að vinna á hjúkrunarheimilinu með nuddnáminu og langaði alls ekki að mæta á dagvakt. Mér leið illa á dagvöktunum þarna.

Kvíði kemur þegar þú svíkur hjartað þitt. 

Ætla svo sannarlega ekki að svíkja mitt aftur og verð því heima í kvöld. 

Það er skondin að hugsa til þess að ég á nú bara sjálf unga og heita wifey. Hitti hana einmitt í morgun og fékk ást og umhyggju.

Fæðingarár hennar er einmitt 1993.




Friday, May 12, 2023

Inspo

Áhugavert hvernig sumir karakterar virka á mann. 

Um daginn fann ég öryggið mitt í gegnum persónu í þáttunum Good girls (Netflix.) Var á cacaoseremóníu og við vorum að tengjast rótarstöðinni, fyrstu orkustöðinni þar sem rætur okkar og öryggi er að finna. Þetta var góð seremonía, ég fann rætur niður í möttul jarðar og þegar við fórum að anda í gegnum mula bandha (rótarlásinn, staðsettur hjá kynfærunum), örygginu okkar, gerðist margt. Ég var þessi karakter, þessi leikkona, í þessum þáttum. 

Karakterinn er sterkur og ég efast ekki um að fyrsta orkustöðin sé sterk og í góðu jafnvægi hjá Beth Boland. Hvernig hún hreyfir sig og ber sig segir allt. Svo er hún falleg auðvitað líka. Er búin að vera hugsa mikið um rauðhærðar leikkonur. Bæði þessa í Good girls og svo líka karakter sem þessi sama leikkona, Christina Hendricks leikur í Mad men. Þá er hún Joan Harris.

Man vel eftir þessum karakter í Mad men. Í minningunni var hún samt meira svöl og meira hot. 

Er líka búin að vera hugsa um karakterinn Donna Poulsen í Suits sem var flottust allra og mesta gella sem ég veit um eiginlega. Það er alveg spurning hvort Harvey átti hana skilið.

 Er að spá í að lita hárið rautt. Samt ekki. 

Anyhows, fleira var það ekki. 

Góðar stundir,

Namaste.
 

 

Thursday, May 4, 2023

Amma

Ég man ekki eftir að hafa verið eins mikið við hliðina á sjálfri mér og í gær.

Skil núna orðatiltækið að vera "beside myself with worry."

Skil núna ástina betur. Skil hvað skiptir máli. Hvað þetta snýst allt um.

Biðin eftir barninu tók á. En já,

ég er orðin amma.

Friday, April 28, 2023

princess diaries

Prinsessan á bauninni vaknaði í morgun eftir 8 tíma svefn. 

Strax í morgunsárið er farið á bera á sjálfsvorkunn. Hún sér ekki fram á að komast í rúmið aftur fyrr en á miðnætti vegna þess að henni er boðið á tónleika. Hún er sár yfir að vera eins og hún er. Af hverju er svona mikið mál að vaka svona lengi? Það þola allir eina nótt þar sem svefninn er ekki alveg eins og hann á að vera, er það ekki? 

Kulnun er skrýtin. Það byrjaði að kræla á henni fyrir rúmum 7 árum þegar fjölskyldulífið var orðið frekar krefjandi. Þriðja barnið, eða fjórða eiginlega, tók sinn toll. Að mæta svo í 100% stjórnendastarf eftir fæðingarorlof og áföll var of mikið. Þetta var árið 2016.

Til að væla aðeins meira þá líður mér oft eins og ég sé föst í þeim aðstæðum sem brutu mig niður, þ.e.a.s. heimilislífið. Tveir til þrír klukkutímar af heimilisstörfum á hverjum einasta degi er mikið. Þegar ég lít í kringum mig sé ég að margar vinkonur mínar hafa hreinlega skilið við manninn sinn vegna ójafns álags á heimilinu. Nokkrar vinkonur virðast dafna ansi vel þar sem þær eru með börnin sín aðra hverja viku. Ein vinkona sem er gift og alger boss hagar lífinu sínu þannig að hún er hreinlega ekki heima á úlfatímanum nema kannski tvisvar í viku. Ein reyndar sem er gift gerir bara allt og elskar það. 

Þannig að auðvitað er gott að komast út af heimilinu. Fara á tónleika. Skemmta sér. En málið er að kulnunin mín er þannig að batteríið klárast á ákveðnum tímapunkti. Vanalega um kl 22. Bara eins og sími verður batteríslaus þá verð ég batteríslaus. Þá er ég að tala um að það er ekkert eftir. 

Ekkert.

Ok, ætla ekki að væla meir. 

Hlýt að lifa af að komast ekki í bólið kæra fyrr en kl 00:00.

P.s. er númið hjá vælubílnum ekki 113?


Thursday, April 20, 2023

Twitter

Í eðli mínu er ég fíkill.

Það er alltaf eitthvað sem ég sækist í og þá meir en eðlilegt þykir. 

Núna er það Twitter. 

Oft finnst mér gaman þar. Ég sé eitthvað fyndið og hlæ eða tengi við einhvern og læka. 

Þessi vika var hins vegar of mikið af hinu góða. Líður eins og ég hafi dottið harkalega í það og sé núna skítþunn að lepja dauðann úr skel.

Varð vör við óeðlilega hegðun mína á "forritinu" í gær í kringum kvöldmatarleytið þegar ég svaraði einhverri random konu í þeirri viðleitni að hjálpa. Hún spurði hvort einhver vissi hvar hún gæti fengið frosna eða allavega ferska lúðu (eða einhvern álíka fisk) daginn eftir. Án þess að spá nokkuð í neinu nefndi ég nöfnin á tveim fiskbúðum og setti spurningarmerki fyrir aftan og stakk upp á þeim.

Það er nefnilega eitt af einkennum miðöldrunar að vera hjálplegur. Vilja aðstoða. Asninn ég, sem hefði betur sleppt því að svara, fékk mjög hranalegt svar til baka. Ertu að spyrja eða svara eða eitthvað svoleiðis og þessir emoji-ar hérna:

😤 og 🤣

Þetta var mjög truntulegt svar.


Mér datt í hug atriði úr Beverly hills 90210 þar sem þau eru að fara í mikilvæg próf (SAT's) og Donna Martin segir við einhvern: 

"Scan, discard, select, move on" sem hljómar eins og próftækni.

Allavega, það var það sem ég gerði við þennan prófíl. Stillti þannig að ég sé hana ekki og eyddi svörunum mínum.

Hún komst í þriggja prófíla hóp sem ég snerti ekki með priki. Ég veit að það eru manneskjur þarna á bakvið en þær haga sér ekki þannig, eða jú reyndar, þær gera það. Það er lærdómurinn.

Já, og svo var það sjálfsmorðs dæmið.

Á þriðjudagskvöldið var eitthvað í loftinu. Var miklu lengur á forritinu en hollt getur talist og rétt áður en ég fer að sofa sé ég tweet frá einni sem segist vera korter í að enda þetta bara.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé svona á forritinu sem minnir mig á að það eru sirka fjórir sem eru í frystikistunni hjá mér á Twitter. 

Fjórði var einmitt með svona hádramatíska pósta og svaraði mér ekki þegar ég commentaði.

Þið sjáið hvað ég er djúpt sokkin?

Kveðja,

fíkillinn

P.s. vaknaði í morgun með skýran ásetning um að vera ekkert á Twitter í dag. 

Afrakstur dagsins:

Tweets: 2

Comments: sirka 3

Likes: lost count

Blogg um Twitter: 1

Skilaboð á Twitter: 1

🙈

Thursday, April 13, 2023

Upprisa

Ég blogga á föstudögum. (Vökva blómin á laugardögum, versla í matinn a sunnudögum o.s.frv..)

Síðasta föstudag bara gat ég það ekki. Var að hrynja. Var nú reyndar að veikjast og var lasin alla páskana. Mætti í drum circle og bara grét eiginlega allan tímann. Yfir öllu. 

Ástleysinu..

Yfir að kunna ekki samskipti við mér frekari aðila..

Yfir að vera alltaf á síðasta þúsund kallinum..

Yfir að vera ekki í fínni vinnu með fín laun..

Yfir að fá enga athygli..

Yfir að vera útbrunnin og þreytt alltaf..

Yfir því hvað öðrum virðist standa fullkomlega á sama.. The indifference. Á síðustu mannamótum sem ég hef farið á hefur fólk sýnt mikinn áhuga á hvort öðru en ekki eins mikinn á mér og mínum..

Yfir því hvað ég tek því nærri mér..

Yfir að vera föst í aðstæðum.. mörgum aðstæðum..

Yfir einhverfri stelpu sem var þarna og ég tengdi svo sterkt við. Við miðaldra konurnar grétum í kór þegar hún sagðist ekki eiga vini..

Yfir að vera introvert með OCD og líklega á rófinu..

Yfir hvað ég finn orkur mikið. Það er að opnast á einhverja vídd og það er bara mjög krefjandi..

Var svo bara í alvörunni veik um páskana. 

Hitti engil í gær sem varð þess valdandi að mér líður loksins miklu betur. 

Það er svo gott að líða betur í dag en í gær þegar ég var eiginlega bara eitthvert flak.

Á hverjum degi fara sirka tveir tímar af mínu lífi í húsverk. Rúmlega. Just saying.

Lighten up Svava. Ok:)

Verkefni vikunnar: halda geðheilsunni.

Pain body: 100%

Bók vikunnar: Salka Valka (komin í djúpan skít því þetta eru 18 klukkutíma yfirferð á Storytel um áföll kynslóðanna.)

Uppskrift vikunnar: hrákaka sem ég veit að er æði því ég hef gert hana svo oft. A keeper!

Cd vikunnar: Nirvana Bleach (beint í ruslið.) Sá samt eftir að hafa ekki gert svona 90's minningarkassa og sett hann þar inn.



Friday, April 7, 2023

Thursday, March 30, 2023

Með höfuðið fullt af...

... kvefi og klofið fullt af blóði.

Ekki góð blanda. Hef lifað vikuna þokkalega vel af þrátt fyrir þessi ósköp. Blæðingarnar voru lengi að byrja og öll mín tilvera undirlögð. Ég úðaði í mig snakki meira að segja svo að mataræðið hefur ekki verið upp á sitt besta. Hlakka svo til þegar þetta er búið. Vildi að þetta væri endanlega búið en hvað veit maður hvenær það gerist.

Í dag var baby (Guðrún Halla) heima veik og ég sjálf eiginlega líka. Langar mikið í orkuna mína aftur.

Er búin að vera slöpp í allavega tvær vikur núna. Er voða mikið dóttir foreldra minna með margt og við förum ekki til læknis.

Það er líka einhver innri hippi í mér sem vill ekki sýklalyf eða stera. 

Svo kann ég bara ekki að vera veik. Er bara með mjög mjög langa kvefpest og lufsast áfram með alla mína lesti í eftirdragi.

Vikan var: blóðug og kvefuð.

Réttur vikunnar: grænmetiréttur, blómkálshöfuð í satay sósu. Mig langar ekkert í hann, hendi uppskriftinni. Ég er orðin kjötæta. Finnst grænmetisréttir ekki spennandi lengur.

Bók vikunnar: Það sem þú þráir eftir Sjöfn Asare. Mjög hot bók en svo.. (ætla ekki að spoila.)

Verkefni vikunnar: takast á við breyttar aðstæður í aðstöðunni. 



Friday, March 24, 2023

Óstöðug

Eftir að hafa verið í andlegri sjálfsvinnu síðastliðin ár finnst mér ég finna fyrir afturför. 

Eins og að ég ætti að vera komin lengra en þetta. 

Undirrót alls míns ama er ótti. Teygir anga sína víða.

Á ég virkilega að þurfa að fara á ayahuasca trip til að upplifa eins og að ég sé örugg í þessum heimi? Þessi ferðalög eru alltaf um nætur and I don't do nights anymore.

Mætti eins og eitt samanrekið og fýlukennt kvíðabúnt í aðstöðuna í gær. Hrædd. Ég þoli ekki rask. Þoli ekki þessar framkvæmdir beint við hliðina á og aðallega átti ég bágt með að vita að ég yrði þarna þegar það yrði sprengt í hádeginu. (Það var sprengt. Tvær sprengingar. Allt nötraði.)

Þetta eru kröftugar sprengingar.

Í svona aðstæðum líður mér eins og byggingar séu að liðast í sundur.

Ég get engan veginn ímyndað mér skelfinguna að búa í stríðshrjáðu landi. Landi eins og Úkraínu núna þar sem sprengingarnar eru ekki tímasettar, allt er í upplausn og stjórnleysið allsráðandi. Börnin þín varnarlaus.

Við mamma vorum úti að borða í hádeginu á Finnson í Kringlunni núna áðan. Veitingastaðurinn er á 2. hæð og við vorum einmitt úti á svona syllu.

Mér fannst við hanga í lausu lofti og gólfið dúa. Allir áhyggjulausir nema ég.

Sko. 

Ég hef aldrei lent í neinu. Aldrei brotnað í mér bein eða tognað eða neitt.

Af hverju allur þessi ótti?

Væri auðvitað best geymd í heilsársbústað við Þingvallavatn. 

Þigg það takk.

Namaste.

Vikan var: ótti og volæði.

Pain body: 60% var drulluslöpp

Bók vikunnar: Tilfinningabyltingin eftir Auði Jónsdóttur

Réttur vikunnar: hnetu- tofuréttur. Góður. Keeper.

Friday, March 17, 2023

árans

Vikan er búin að vera kaotísk. 

Var að vinna á fjórum mismunandi vinnustöðum sem væri kannski allt í lagi ef að ég væri ekki að díla við eitt. Dáldið sem er búið að hanga yfir mér alla vikuna.

Ég er gríðarlega samviskusöm týpa. Skila alltaf verkefnum á réttum tíma og mæti þangað sem ég á að vera á tilsettum tíma. 

Það fer þess vegna í taugarnar á mér þegar ég hef ekki stjórn á hlutum sem á að vera búið að skila í mínu nafni. 

Það er blessað skattframtalið. 

Undanfarin ár hefur bókarinn hans Svans þurft rekstrarskýrslu frá bókaranum mínum. Það hefur verið lítið mál. Ég hafði samband við bókarann minn á mánudaginn og hann sagðist ætla að græja skýrsluna, gerði blikkkarl meira að segja. Í miðju stolti mínu yfir hversu róleg ég væri yfir þessu sendi ég honum tölvupóst ekki fyrr en um kl. 20 á þriðjudagskvöldið (það átti að skila skattframtalinu þennan dag) og hann svaraði um hæl sama kvöld að bókarar og endurskoðendur hefðu frest til og með 15. mars (miðvikudagur) svo þetta væri allt í lagi. 

Síðan þá hefur hann ekki svarað mér. Ég sendi þrjá tölvupósta til hans á miðvikudaginn (super kurteisa auðvitað) og samviskubitið var að fara með mig. Svanur var og er rólegur og sagði að bókarinn hans hefði sagt að bókarar séu með allt að 10 daga frest.

Sko. Maðurinn svarar mér ekki. Á miðvikudaginn var ég komin í eitthvað skap vegna þessa. Ekki brjáluð. Ekki reið. Bara eitthvað skap. Svanur réðst einmitt þetta kvöld í að fjarlægja kæliviftuna úr kæliherberginu vegna komandi framkvæmda hjá nágrönnunum góðu uppi. Það var ekki nóg með að ég fékk á tilfinninguna að banvænar gufur frá eitruðum kælivökva væru að sveima um íbúðina (já, ég get verið dramatísk og erfið) heldur hafði blessaður maðurinn minn opnað alla glugga upp á gátt (þeir opnast alveg lárétt) og svalirnar líka og það var 11 stiga gaddur úti og vindur. Fannst eins og ég hefði fengið í lungun eldaði kvöldmatinn dúðuð í úlpu.

Ekki nóg með þetta allt saman að þá datt járnrörstykki á hausinn á honum Svani mínum frá 3ju hæð í gær og hann endaði auðvitað á slysó.

Á þriðjudaginn var ég á einstaklega vel heppnuðum vinnufundi en ljósfælnin mín réðst á mig aftan frá eftir fundinn og mér var illt í augunum og mér allri í nokkra klukkutíma á eftir. Ég er svona týpa sem þyrfti að vera með gleraugu sem myrkvast sjálfkrafa við ákveðna manngerða birtu. Það eru margar ástæður fyrir því að ég kýs að vinna ein. Að ráða alltaf birtustiginu er ein þeirra.

Það er svo skrýtið hvernig stundum er ekkert í gangi. Ekkert. Svo er allt í gangi. Allt.

Já, einmitt. Svo eru það sprengingarnar. Nokkrum metrum frá aðstöðunni minni. Aðstaðan er í 5 hæða húsi rétt við Orkuhúsið á Suðurlandsbraut. Þarna er verið að búa til rými fyrir 420 íbúðir og bílakjallara. Núna standa sem sagt yfir sprengingar á jarðveginum fram til sumars skilst mér og það er sprengt þrisvar á dag á virkum dögum. Ég var í húsinu í gær þegar tvær þeirra riðu yfir og húsið nötraði allt í nokkrar sekúndur í bæði skiptin.

Ég er ekki gerð fyrir svona. Mér líður ekki vel í svona aðstæðum. Meðferðaraðilarnir í kringum mig á hæðinni voru bara með kúnna inni hjá sér eins og ekkert væri og virtust frekar ligeglad með þetta en ég er bara hrædd. 

Er eiginlega ekkert að meika þetta. Af hverju líður mér eins og húsið sé að fara hrynja þegar bergið undir því riðlast til, kippist til og allt húsið skelfur og nötrar? Hann Baldur við hliðina á mér er auðvitað mest slakur yfir þessu og kippir sér ekkert upp við þetta frekar en annað.

Af hverju get ég ekki verið meira eins og Baldur?

Vikan var: kaotísk og blóðug.

Bók vikunnar: Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Nýr liður er: réttur vikunnar: ætlaði að gera tofurétt og fór í Fjarðarkaup en þar var ekki til tofu (?!) svo ég henti bara í staðinn einni uppskrift sem ég ætla ekki að reyna aftur. Það var sem sagt jólauppskrift; sörur, uppskrift frá Evu Laufey. Gerði einhvern tímann tvær tilraunir til þess að gera þessar blessuðu sörur en ætla ekki að reyna aftur. Allt til að minnka jólastress, takk. Ásetningurinn með þessum nýja lið er að fullnægja hvötum mínum fyrir að henda. Ætlunin er að taka fyrir eina uppskrift í hverri viku. Er með heila möppu af uppskriftum sem ég nota sjaldan. Þykir samt of vænt um Menntaskólans við Hamrahlíð uppskriftirnar úr hússtjórnartímunum. Skrýtið hvernig þessir blessuðu hússtjórnartímar eru með einhvern ljóma yfir sér. Sé þá í rósrauðu ljósi núna. Þeir fóru fram í húsi sem er nú kallað skátaheimilið held ég og er þarna við hliðina á MH með lítinn sætan skóg fyrir aftan.

Pain body: 5%

Friday, March 10, 2023

Móðir ljóssins

Bók vikunnar er Dýralíf eftir Auði Övu Ólafsdóttur. 

Auður Ava er einn af mínum uppáhalds rithöfundum. Í vikunni velti ég því alvarlega fyrir mér hvort það sé einkenni viturra að tala hægt. Bókina hlustaði ég á á Storytel og það er Auður sjálf sem les. Fyrst varð mér um og ó og var næstum því hætt við að hlusta. Talandinn var afar sérstakur fannst mér og las hægt. Svona leið mér líka fyrst með Eckhart Tolle. Ég man að ég var að hlusta á The power of now í fyrsta skiptið í bílnum og ég var ekkert að meika hann. Kemur svo í ljós að þetta er mesti snillingur sem ég veit um. 

Ég hef lesið nokkrar af bókum Auðar áður. Man að ég las tvær þeirra og fannst aðalpersónan sem var kona í báðum bókunum vera keimlíkar. Í báðum bókum kemur upp ástarsamband, skammvinnt auðvitað, við ungan mann, eftir skilnað. Í báðum bókum og reyndar Dýralíf líka er aðalpersónan nátthrafn og er oft að brasa eitthvað á næturnar.

Í Dýralíf er aðalpersónan ljósmóðir. Alla bókina hafði ég á tilfinningunni að hún gerðist í öðrum tíðaranda. Eldri, því hvernig höfundur les og hvernig aðalpersónan lifir lífinu sínu gæti átt við ljósmóður á 6. áratugnum til dæmis. Mér brá því þegar kom í ljós að Día (aðalpersónan) er fædd 1977. Við gefum Auði orðið:

Ég tek á móti barninu þegar það fæðist

lyfti því upp frá jörðu

og sýni það heiminum.

Ég er móðir ljóssins.

Ég er fegursta orð tungumálsins.

Ég álít það enga tilviljun að síðasta línan er lesin á mínútu 08:08. Tala eilífðarinnar. Ljósið var til á undan manninum og verður til á eftir manninum. Día talar um að erfiðasta reynsla mannsins sé að fæðast. Svo að venjast ljósinu. Faðir barnsins hafði einmitt nýlokið við að spyrja hana hvort hún gæti sett í fæðingarskýrsluna að barnið hafi fæðst kl. 12:12 þar sem það fæddist ekki 12.desember (12:12.) Barnið hafði fæðst kl. 12:09.

Ég elska, eftir að hafa tekið vikuna í að venjast talandanum, einmitt hvernig hún les. Konan er skarpgreind. Mér líður eins og hún sé það mikill snillingur að þegar hún talar er það fullgert sem kemur út. Að aðstæður hreyfi ekki mikið við henni. (Það er einmitt mitt vandamál að mér fipast stundum þegar mikið (eða bara eitthvað) liggur við.)

Ömmusystir Díu lét ýmis orð falla þegar hún var uppi og koma fram í bókinni. "Verst allra lasta hafi henni þótt sjálfsvorkunn. Mér er sagt að hún hafi leitað að merkjum sjálfsvorkunnar hjá foreldrum og sagt: "Sjálfsvorkunn getur verið sýnileg eða falin en hún liggur djúpt í eðli manna." ... "Það er undarlegur sá vefnaður sem kallaður á er fjölskylda." Téð ömmusystir átti ekki að hafa haft miklar trú á samböndum og alls ekki hjónabandi. Önnur starfssystir ömmusysturinnar sagði að hún hefði heldur ekki haft mikla trú á manninum nema þann tíma sem hann var 50 cm á lengd og ósjálfbjarga og ómálga. 

Það kemur reyndar aftur fyrir síðar í bókinni vantrúin á manneskjuna. Að jörðin væri jafnvel betur sett án mannsins. Að það sé misskilningur hjá manninum að fuglarnir syngi fyrir hann.

Rithöfundur talar um texta. Að í honum hafi komið fram að tekist hafi að taka fyrstu myndina af svartholi og komið hafi á daginn að í miðju svartholsins sé ljós. Díu kemur upp í hugann sónarmynd en þar er líka að finna álíka ljós, líkt og við enda ganga. Hún segir að ömmusystir hennar hafi verið komin á slóðina; 

"Í miðju myrksins, í hjarta myrkursins er ljós."

Það er ekki að undra að Auður Ava er ein af mínum uppáhalds rithöfundum. 

Namaste. (Ljósið í mér sér ljósið í þér.)

P.s. ég vil að það komi fram að mér tekst ekki að finna neðri gæsalappir til að setja inn í texta þennan. Ég reyndi.

Vikan var alls konar. Miðvikudagurinn dagur hvatvísi. 

Pain body: 2%

Verkefni vikunnar: Undirbúa kennslu í Mími

Bók vikunnar: Dýralíf. Ég hlustaði reyndar líka á tvær bækur eftir Jojo Moyes. Mjög hjartnæmar. Grét nokkrum sinnum, þar af einu sinni gangandi. Það var reyndar í síðustu viku á mánudeginum. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les þær báðar alveg ofboðslega vel. Það er list að lesa. Þetta er vissulega ekki bara það að lesa. Er með eina bók á bókahillunni í Storytel og mér finnst hún leiðinleg. Lesandinn er ekki að hjálpa með það. 

Quote vikunnar: Verst allra lasta er sjálfsvorkunn. Hún smeygir sér í áru fólks og er ekki aðlaðandi.