mikið ofboðslega er biðin erfið.
Biðin eftir símtalinu. Símtalinu um dauðann. Amma er að fara.
En þetta er gangur lífsins og hún hefur nú haft það gott og átt mjög gott líf. Þetta er samt erfitt.
Mikið hafði ég rétt fyrir mér þegar ég var 10 ára og ákvað að ég vildi alltaf vera barn en aldrei verða fullorðin. Ég vildi ekki verða fullorðin. Það er ekkert gaman að vera fullorðin. Allir vinirnir uppteknir, maður sjálfur upptekin. Fullt af ábyrgð, ekki svo mikið gaman. Og svo fer fólk að deyja og maður tekur það svo nærri sér.
Gæfi mikið fyrir að vera 10 ára aftur. Það er svo margt sem ég myndi gera öðruvísi eftir það. Ef ekki bara flest.
(voðalega dark blogg í dag. Sorry.)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég samhryggist þér Svava mín. Farðu vel með þig.
Takk Tinna mín, geri það.
Post a Comment