húsfreyjan komst í tölvuna! Manni bara bregður við. Fjögurra barna helgi yfirstaðin sem útskýrir fyllilega af hverju manni bregður svona þegar tölvan er laus.
Ekki það að við leyfum krökkunum að hanga í tölvunni viðstöðulaust heldur er maður einhvern veginn bara upptekin þegar hún losnar eða þá að blessaður eigandinn hefur komist í hana loksins (elskulegi sambýlismaðurinn.)
Hjá desperate housewife-inni er þetta helst í fréttum. Ekki það að það sé eitthvað merkilegt en svona þetta er helst að frétta af mömmunni:
1) Í örvæntingu minni pantaði ég Bonjela hjá konu sem heitir Aldís. Borgaði 2000 kr fyrir og vona að fría heimsendingin komi sem fyrst í hús og já, komi í hús yfir höfuð. (Bonjela er tanntökugel sem vonandi slær á tanntökuköstin hjá GH.)
2) Hitti loksins deildarstjórana hans Stefáns í leikskólanum þær Karitas og Önnu Maríu. Var að koma með leikskólapokann hans undir hádegi í dag sem hafði gleymst heima og hitti akkúrat á þær. Verst að ég var í sjúskinu í leiðinni í hot yoga með magnað graftarkýli undir einni nösinni. Góð Svava. (Hva, ég get ekkert gert að því?!)
3) Annasamri helgi er lokið. Það var ekki nóg með að það væri fjögurra barna helgi heldur var tengdó líka fyrir sunnan. Menningarárekstrarnir eru alltaf einhverjir þar sem þau eru svona fólk sem er helst ekki með klukku og ég er bara ein stór klukka sem er alltaf búin að skipuleggja dagana og bara allt. Allavegana, helgin var bara ágæt. Náði glimrandi flottri jólakortamynd (held ég), þvoðum bílinn (Svanur þvoði bílinn) og matarboð með tengdó voru bæði kvöldin.
Verð að segja að ég elska þessa daga. Heiðskýrt út í eitt og frúin bara ágæt. Hlakka til að fara vinna aftur af einlægum áhuga og vilja til að vera í kringum fólk aftur. Bara tvær vikur þangað til!! :)
Þá vonandi hætti ég að vera svona skrýtin. Það er nú dáldið spes að vera svona mikið einn með börnunum. Maður fær nú alveg leið á því...
Over and out.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hefurðu prófað svona amber-hálsfesti. Ég gerði það ekki en allir sem gera það eru svaka ánægðir. Mér skilst að olían í amber-steinunum (veit ekki hvað þeir heita á íslensku) fari inn í húðina og blóðrásina og slær á tanntökuóþægindi. http://www.amber-teething-necklace.com
gott að vita af þessu allavegana, takk fyrir þetta Tinna:)
Post a Comment