Monday, August 19, 2013

5 ára aldurinn

getur verið skemmtilegur en hann getur líka verið leiðinlegur og á stundum vandræðalegur.

Stefán Máni er að uppgötva ýmsa hluti á þessum aldri eins og eðlilegt er og núna um helgina varð honum tíðrætt um dauðann. Hann var að velta þessu mikið fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að gamalt fólk deyr fyrst. (Ji, það er meira að segja vandræðalegt að skrifa þetta..)

Svo vorum við í veislu um helgina, akkúrat þegar hann var að velta þessu ákveðna efni fyrir sér, og barnið basically segir við langömmu sína að hún sé næst.

Stundum langar manni bara að sökkva niður í jörðina.. sem hefði reyndar verið erfitt í þessu tilfelli þar sem við vorum stödd upp á 12. hæð

...:/

No comments: