Friday, August 9, 2013

In with the new, out with the old

Það er búið að vera mikil andleg hreinsun að flytja. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem ég fæ svona mikið út úr því að henda hlutum, en það er eitthvað!

Núna er ég að fara henda kommóðu sem var hluti af skrifborðs-húsgagna-einingu sem ég fékk þegar ég var krakki. Síðan þá hef ég málað þessa kommóðu og spreyjað hana og hún hefur alltaf fylgt mér, var með mér í þessi 10 ár sem ég bjó í Bogahlíðinni enda hef ég alltaf geymt reikninga, trygginga- og lífeyrismál í einni skúffunni, kort og póst í miðskúffunni og svo hafa leyndarmálin mín verið í læstri skúffu (efsta skúffan.)

Núna er kommóðan orðin vel sjúskuð og ég er ekki unglingur lengur svo ég þarf ekki að vera með leyndarmálaskúffu. Henti því sem ég hef ekki viljað að aðrir myndu sjá, gamlar partýmyndir og skrif og kom bréfunum frá afa fyrir á öruggum stað. Sem sagt, engar læstar hirslur lengur, engin leyndarmál.

Er ekki frá því að þetta hafi verið enn ein ágætis hreinsunin:) Búið að vera mikið um góðar hreinsanir síðan ég flutti. Gömul hugsanamynstur hafa allt að því gufað upp (svona næstum því) og það hefur verið mikil frelsun að skipta um húsnæði.

Ný byrjun.

No comments: